Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur 9. maí 2006 12:45 Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Greint var frá því á vef Starfsgreinasambandsins í gær að samninganefnd ríkisins hefði heimilað forstöðumönnum á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum víða um land að hækka laun starfsmanna sinna. Um er að ræða stofnanir sem heyra beint undir ríkið en starfsmenn við umönnun, ræstingar og í eldhúsi fara fram á sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaga í sambærilegum störfum. Fyrir tæpum tveimur vikum var ákveðið að hækka laun ófaglærðra á sjálfseignarstofnunum og samkvæmt Signýju Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu eiga starfsmenn á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum víða um land, sem heyra beint undir ríkið, að fá svipaðar hækkanir í gegnum stofnanasamninga. Hækkanirnar nemi um 12,55 prósentum frá 1. maí og fjórum prósentum 1. september. Signý segist vona að lausn sé í sjónmáli en enn eigi eftir að gera stofnanasamningana og ekkert sé enn í hendi. Óvíst sé hvort starfsmönnum líki það sem boðið verði upp á. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna málsins. Starfsmenn á Elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa boðað setuverkfall á morgun en á báðum stöðum er nú verið að ræða hvort það eigi að aflýsa því í ljósi nýjustu tíðinda. Eins funda starfsmenn á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu næstu daga til þess að taka afstöðu til breytinganna. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Greint var frá því á vef Starfsgreinasambandsins í gær að samninganefnd ríkisins hefði heimilað forstöðumönnum á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum víða um land að hækka laun starfsmanna sinna. Um er að ræða stofnanir sem heyra beint undir ríkið en starfsmenn við umönnun, ræstingar og í eldhúsi fara fram á sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaga í sambærilegum störfum. Fyrir tæpum tveimur vikum var ákveðið að hækka laun ófaglærðra á sjálfseignarstofnunum og samkvæmt Signýju Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu eiga starfsmenn á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum víða um land, sem heyra beint undir ríkið, að fá svipaðar hækkanir í gegnum stofnanasamninga. Hækkanirnar nemi um 12,55 prósentum frá 1. maí og fjórum prósentum 1. september. Signý segist vona að lausn sé í sjónmáli en enn eigi eftir að gera stofnanasamningana og ekkert sé enn í hendi. Óvíst sé hvort starfsmönnum líki það sem boðið verði upp á. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna málsins. Starfsmenn á Elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa boðað setuverkfall á morgun en á báðum stöðum er nú verið að ræða hvort það eigi að aflýsa því í ljósi nýjustu tíðinda. Eins funda starfsmenn á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu næstu daga til þess að taka afstöðu til breytinganna.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira