Baugsmál, Mogginn, Sylvía Nótt 11. maí 2006 18:50 Baugsmenn hafa farið mjög klaufalega að í mótmælum sínum gegn umfjöllun í Kastljósinu. Í fyrsta lagi var enginn að taka eftir umfjölluninni, hún fór fram á mesta góðviðrisdegi ársins - það kveikti í rauninni enginn á þessu fyrr en Baugur fór að kvarta. Í öðru lagi er ekki gott að tapa kúlinu með þessum hætti. Viðbrögðin eru fátkennd. Á sama hátt hefði Hreinn Loftsson átt að láta orð Sveins Andra Sveinssonar um mögulega refsingu í dómsmálinu sem vind um eyru þjóta. Hann gerði ekki annað en að ljá þeim vængi sem þau hafa flogið á síðan. Hitt er líka ljóst að Baugsmenn hafa fjallað um ákærur á hendur sér í fjölmiðlum fram og til baka. Þeir hafa skrifað og talað, fengið innlenda og erlenda álitsgjafa til að tjá sig - og stundum beitt fjölmiðlaveldi sínu. Þeir geta ekki ákveðið einhliða að ekki skuli rætt um málið í fjölmiðlum - eftir að hafa sjálfir rekið það á þeim vettvangi. Nú skilst manni að þetta hafi vakið athygli í Danmörku þar sem menn bíða spenntir eftir útkomu hins nýja Nyhedsblad. Þar spyrst þetta svona út: Þeir vilja ekki bara ráða þessum sextíu prósentum sem þeir stjórna í íslenskum fjölmiðlum, heldur líka öllum hinum fjölmiðlunum. --- --- --- Þáttur Morgunblaðsins er mjög skrítinn. Enginn fjölmiðill getur verið jafn klikk og Mogginn. Hann fjallar ekki efnislega um Baugsmálið sjálfur - birti reyndar ákærurnar orðréttar á mörgum blaðsíðum- en prentar svo dag eftir dag nákvæma endursögn af Kastljósinu. Og sýnir deilunum í kringum það sérkennilega mikinn áhuga. Þetta er skrítin blaðamennska. --- --- ---- Í gær skrifaði ég að Reykjavík gæti ekki talist fögur borg. Hollvinur síðunnar sendi mér eftirfarandi orðsendingu:Davíð Oddsson segir stundum þá sögu að þegar hann tók á móti erlendum gestum sem borgarstjóri hafi þeir oftar en ekki horft skilningsríkum augum á hann og sagt: "Reykjavík hlýtur að hafa orðið fyrir svakalegu sprengjuregni í heimsstyrjöldinni." Hann mótmælti ekki alltaf. --- --- --- Kapítalið þekkir engin landamæri og er ekki þjóðhollt. Sjaldan hefur þetta sést betur en í framferði lyfjafyrirtækisins Actavis sem selur lyf á tíföldu verði á Íslandi miðað við það sem það gerir í Danmörku. --- --- --- À propos Sylvía Nótt: Það er kvartað undan því að hún syngi "fuck". Kannski er það ekki svo slæmt. Hugsanlega verða allir farnir að syngja "fuck" í Evróvision eftir nokkur ár. Það væri eftir öðru. Guðlastið er kannski verra. Ég setti mig í spor guðhræddrar grískrar konu sem hlustar á þetta - og leist ekki á blikuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun
Baugsmenn hafa farið mjög klaufalega að í mótmælum sínum gegn umfjöllun í Kastljósinu. Í fyrsta lagi var enginn að taka eftir umfjölluninni, hún fór fram á mesta góðviðrisdegi ársins - það kveikti í rauninni enginn á þessu fyrr en Baugur fór að kvarta. Í öðru lagi er ekki gott að tapa kúlinu með þessum hætti. Viðbrögðin eru fátkennd. Á sama hátt hefði Hreinn Loftsson átt að láta orð Sveins Andra Sveinssonar um mögulega refsingu í dómsmálinu sem vind um eyru þjóta. Hann gerði ekki annað en að ljá þeim vængi sem þau hafa flogið á síðan. Hitt er líka ljóst að Baugsmenn hafa fjallað um ákærur á hendur sér í fjölmiðlum fram og til baka. Þeir hafa skrifað og talað, fengið innlenda og erlenda álitsgjafa til að tjá sig - og stundum beitt fjölmiðlaveldi sínu. Þeir geta ekki ákveðið einhliða að ekki skuli rætt um málið í fjölmiðlum - eftir að hafa sjálfir rekið það á þeim vettvangi. Nú skilst manni að þetta hafi vakið athygli í Danmörku þar sem menn bíða spenntir eftir útkomu hins nýja Nyhedsblad. Þar spyrst þetta svona út: Þeir vilja ekki bara ráða þessum sextíu prósentum sem þeir stjórna í íslenskum fjölmiðlum, heldur líka öllum hinum fjölmiðlunum. --- --- --- Þáttur Morgunblaðsins er mjög skrítinn. Enginn fjölmiðill getur verið jafn klikk og Mogginn. Hann fjallar ekki efnislega um Baugsmálið sjálfur - birti reyndar ákærurnar orðréttar á mörgum blaðsíðum- en prentar svo dag eftir dag nákvæma endursögn af Kastljósinu. Og sýnir deilunum í kringum það sérkennilega mikinn áhuga. Þetta er skrítin blaðamennska. --- --- ---- Í gær skrifaði ég að Reykjavík gæti ekki talist fögur borg. Hollvinur síðunnar sendi mér eftirfarandi orðsendingu:Davíð Oddsson segir stundum þá sögu að þegar hann tók á móti erlendum gestum sem borgarstjóri hafi þeir oftar en ekki horft skilningsríkum augum á hann og sagt: "Reykjavík hlýtur að hafa orðið fyrir svakalegu sprengjuregni í heimsstyrjöldinni." Hann mótmælti ekki alltaf. --- --- --- Kapítalið þekkir engin landamæri og er ekki þjóðhollt. Sjaldan hefur þetta sést betur en í framferði lyfjafyrirtækisins Actavis sem selur lyf á tíföldu verði á Íslandi miðað við það sem það gerir í Danmörku. --- --- --- À propos Sylvía Nótt: Það er kvartað undan því að hún syngi "fuck". Kannski er það ekki svo slæmt. Hugsanlega verða allir farnir að syngja "fuck" í Evróvision eftir nokkur ár. Það væri eftir öðru. Guðlastið er kannski verra. Ég setti mig í spor guðhræddrar grískrar konu sem hlustar á þetta - og leist ekki á blikuna.