Öflun ehf., sem rekur Apple-verslanir á Norðurlöndum, opnaði 13. Apple-verslunina í Helsinki í Finnlandi í dag. Þetta er önnur verslun fyrirtækisins í landinu.
Mikil spenna var vegna opnunarinnar og biðu um 300 manns fyrir utan verslunina eftir því að hún opnaði. Með því var fyrra met slegið hvað varðar aðsókn og veltu á opnunardegi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Öflun.
„Það kemur ánægjulega á óvart að það skyldi nást að toppa fyrra met frá opnun íslensku verslunarinnar á Laugavegi, en það tókst. Þessar góðu viðtökur gefa tóninn á frekari sókn í Finnlandi - og jafnvel austar." segir Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Öflunar, í tilkynninguni.
Öflun keypti nýverið norska fyrirtækið Office Line. Fyrirtækin hafa sameinast og er áætluð ársvelta um 7 milljarðar íslenskra króna.
Hið sameinaða félag er nú með tæplega 200 starfsmenn, 12 söluskrifstofur og 13 verslanir en áætlað er að þær verði enn fleiri við lok ársins.
Apple-verslun opnar í Finnlandi
Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent