Terry Venables hefur afþakkað tilboð forráðamanna Middlesbrough um að taka við starfi knattspyrnustjóra félagsins af Steve McClaren. Venables er hokinn af reynslu og hefur áður stýrt liði Boro, en hann sagðist ekki treysta sér til að starfa sem stjóri í fullu starfi kominn hátt á sjötugsaldurinn.
