Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur fengið kauptilboð sitt í miðvörðinn unga Joelon Lescott hjá Wolves samþykkt og að öllu óbreyttu gengur hann til liðs við þá bláu fljótlega. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 23 ára gamli leikmaður hefur verið metinn á um 5,5 milljónir punda.

