Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 15:10 Ingibergur Þór Jónasson hefur formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur á afar erfiðum tímum. Vísir/Hulda Margrét Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er á sínu síðasta tímabili sem formaður deildarinnar en þetta tilkynnti hann í leikskrá körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sem er nýkomin út. „Ég sit hér í dag með miklar tilfinningar innra með mér að berjast við að rita formannspistil sem er eitt af því sem mér er skylt að gera. Með smá sorg í hjarta og vott af ótta þá hef ég tekið mjög erfiða ákvörðun. Hún er sú að þetta verður mitt síðasta ár sem formaður deildarinnar,“ skrifaði Ingibergur í leikskrána. Hefur ótal ástæður „Ég hef ótal ástæður sem segja mér að þetta sé komið gott en þær munu sennilega aldrei allar líta dagsins ljós,“ skrifaði Ingibergur. „Eftir að við „flúðum Grindavík“, eins og það hefur oft verið nefnt, þá höfum við haft okkar heimavöll í Smáranum í Kópavogi. Þegar þessi pistill er ritaður þá erum við enn í Smáranum en æfum einnig í Grindavík nokkrum sinnum í viku. Mig langar að leggja áherslu á að við erum á heimleið og er nýja slagorðið okkar „heim á ný“. Verður það mitt leiðarstef á mínu síðasta ári sem formaður ef náttúran leyfir,“ skrifaði Ingibergur. „Ég hef setið í stjórn Körfunnar að ég held síðan árið 2016. Þá fyrst sem stjórnarmaður, svo framkvæmdarstjóri innan stjórnar og svo formaður til dagsins í dag,“ skrifaði Ingibergur en það má lesa allan pistil hans hér. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt „Það er alveg sárt að skrifa þessa kveðju við formennskuna, enda hef ég lagt líf mitt og sál, mikla vinnu og fórnfýsi í þetta starf. Börnin mín hafa alist upp í íþróttahúsinu heima og þegar vinir koma í heimsókn er bara talað um körfubolta. Sumrin, jólin og allir frídagar hafa farið í það að vinna fyrir körfuna. Það geta allir stjórnarmenn skrifað þetta sem ég ritaði hér að ofan. Ég geng ótrúlega stoltur frá starfinu og get sagt með sanni að alltaf var ég sjálfboðaliði og ekkert minna eða meira en það. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt og oft borgaði ég mig inn á leiki eða greiddi fyrir hamborgarann sem ég hafði grillað sjálfur,“ skrifaði Ingibergur Grindvíkingar eru á heimvelli í kvöld þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í sjöttu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland. UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
„Ég sit hér í dag með miklar tilfinningar innra með mér að berjast við að rita formannspistil sem er eitt af því sem mér er skylt að gera. Með smá sorg í hjarta og vott af ótta þá hef ég tekið mjög erfiða ákvörðun. Hún er sú að þetta verður mitt síðasta ár sem formaður deildarinnar,“ skrifaði Ingibergur í leikskrána. Hefur ótal ástæður „Ég hef ótal ástæður sem segja mér að þetta sé komið gott en þær munu sennilega aldrei allar líta dagsins ljós,“ skrifaði Ingibergur. „Eftir að við „flúðum Grindavík“, eins og það hefur oft verið nefnt, þá höfum við haft okkar heimavöll í Smáranum í Kópavogi. Þegar þessi pistill er ritaður þá erum við enn í Smáranum en æfum einnig í Grindavík nokkrum sinnum í viku. Mig langar að leggja áherslu á að við erum á heimleið og er nýja slagorðið okkar „heim á ný“. Verður það mitt leiðarstef á mínu síðasta ári sem formaður ef náttúran leyfir,“ skrifaði Ingibergur. „Ég hef setið í stjórn Körfunnar að ég held síðan árið 2016. Þá fyrst sem stjórnarmaður, svo framkvæmdarstjóri innan stjórnar og svo formaður til dagsins í dag,“ skrifaði Ingibergur en það má lesa allan pistil hans hér. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt „Það er alveg sárt að skrifa þessa kveðju við formennskuna, enda hef ég lagt líf mitt og sál, mikla vinnu og fórnfýsi í þetta starf. Börnin mín hafa alist upp í íþróttahúsinu heima og þegar vinir koma í heimsókn er bara talað um körfubolta. Sumrin, jólin og allir frídagar hafa farið í það að vinna fyrir körfuna. Það geta allir stjórnarmenn skrifað þetta sem ég ritaði hér að ofan. Ég geng ótrúlega stoltur frá starfinu og get sagt með sanni að alltaf var ég sjálfboðaliði og ekkert minna eða meira en það. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt og oft borgaði ég mig inn á leiki eða greiddi fyrir hamborgarann sem ég hafði grillað sjálfur,“ skrifaði Ingibergur Grindvíkingar eru á heimvelli í kvöld þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í sjöttu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland.
UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira