Nowitzki skoraði 50 stig 2. júní 2006 05:57 Dirk Nowitzki var frábær í nótt og skoraði 50 stig og hirti 12 fráköst NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Dallas var skrefinu á undan í fyrri hálfleik í annars nokkuð jöfnum leik, en Phoenix náði 7 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhlutanum. Dallas náði að jafna og komast yfir aftur undir forystu Þjóðverjans sterka, en það var ekki fyrr en um 8 mínútur lifðu leiks sem Dallas náði að stinga af. Tim Thomas var besti maður Phoenix í sóknarleiknum og fór á kostum um miðbik leiksins. Thomas var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig og hitti hann úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Shawn Marion skoraði 20stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar. Boris Diaw skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 50 stig, hitti úr 14 af 26 skotum sínum utan af velli, 17 af 18 vítum og hirti 12 fráköst. Josh Howard skoraði 23 stig og hirti 7 fráköst fyrir Dallas, sem hefur nú unnið alla þá 24 leiki í vetur sem hann hefur skorað yfir 20 stig. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig og Jason Terry skoraði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins Kobe Bryant hefur annar skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. "Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast," sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. Næsti leikur í einvíginu fer fram á laugardagskvöldið og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira