Spretthlauparinn Asafa Powell jafnaði heimsmet sitt og Justin Gatlin í 100 metra hlaupi í Gateshead á Englandi í dag þegar hann hljóp vegalengdina á 9,77 sekúndum. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Powell nær þessum tíma og er einvígi þeirra tveggja þann 28. júlí nk því beðið með gríðarlegri eftirvæntingu.
