Mótmælendur héldu starfsfólki í gíslingu 14. ágúst 2006 18:43 Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira