Gaf rúman milljarð króna til spítala í Kongó 15. ágúst 2006 14:00 Dikembe Mutombo leikur með Houston Rockets NordicPhotos/GettyImages Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Mutombo ólst upp í Kongó ásamt níu systkynum sínum, en flutti til Bandaríkjanna og stundaði nám við Georgetown-háskólann þar sem hann ætlaði sér upphaflega að verða læknir. Þetta átti eftir að breytast eftir að hann hóf að leika körfuknattleik, en knattspyrnan átti hug hans allan fram eftir aldri. Sjúkrahúsið í Kinshasa mun kosta um 2 milljarða króna í byggingu og ekki veitir af, því heilsugæslu er stórlega ábótavant í landinu. Eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í landinu deyja fyrir fimm ára aldur, sjúkdómar eins og Malaría, HIV, Mislingar og Kólera hafa grasserað þar lengi og lífslíkur fólks eru 42 ár fyrir karlmenn og 47 ár fyrir konur. Mutombo sjálfur var mjög hætt kominn árið 1999 þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Kongó, en þá veiktist hann af Malaríu og hneig niður eftir leik á undirbúningstímabilinu. Hann var færður á spítala í Atlanta, þar sem aðeins tilviljun réði því að læknar fundu út hvað var að honum. Svo ótrúlega vildi til að lærlingur frá Afríku var við störf á sjúkrahúsinu og þekkti einkennin, sem urðu til þess að bjarga lífi Mutombo. Hann hefur alla tíð verið mjög ötull við að gefa fé til góðgerðarmála í heimalandi sínu og er þessi nýjasta og rausnarlegasta gjöf hans eflaust gefin með atburði ársins 1997 í huga, en þá lést móðir hans af veikindum. Á þeim tíma var mikil ólga í Kinshasa og þó sjúkrahúsið væri stutt frá heimili hennar, tókst ekki að koma henni undir læknishendur í tæka tíð, því göturnar voru tepptar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Dikembe Mutombo sem leikið hefur í NBA í 15 ár hefur lagt til rúman milljarð króna til að koma á fót stóru sjúkrahúsi í heimaborg sinni Kinshasa í Kongó. Sjúkrahúsið verður skírt í höfuðið á móður Mutombo sem lést árið 1997 og mun hýsa um 300 sjúkrarúm. Mutombo ólst upp í Kongó ásamt níu systkynum sínum, en flutti til Bandaríkjanna og stundaði nám við Georgetown-háskólann þar sem hann ætlaði sér upphaflega að verða læknir. Þetta átti eftir að breytast eftir að hann hóf að leika körfuknattleik, en knattspyrnan átti hug hans allan fram eftir aldri. Sjúkrahúsið í Kinshasa mun kosta um 2 milljarða króna í byggingu og ekki veitir af, því heilsugæslu er stórlega ábótavant í landinu. Eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í landinu deyja fyrir fimm ára aldur, sjúkdómar eins og Malaría, HIV, Mislingar og Kólera hafa grasserað þar lengi og lífslíkur fólks eru 42 ár fyrir karlmenn og 47 ár fyrir konur. Mutombo sjálfur var mjög hætt kominn árið 1999 þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna eftir heimsókn til Kongó, en þá veiktist hann af Malaríu og hneig niður eftir leik á undirbúningstímabilinu. Hann var færður á spítala í Atlanta, þar sem aðeins tilviljun réði því að læknar fundu út hvað var að honum. Svo ótrúlega vildi til að lærlingur frá Afríku var við störf á sjúkrahúsinu og þekkti einkennin, sem urðu til þess að bjarga lífi Mutombo. Hann hefur alla tíð verið mjög ötull við að gefa fé til góðgerðarmála í heimalandi sínu og er þessi nýjasta og rausnarlegasta gjöf hans eflaust gefin með atburði ársins 1997 í huga, en þá lést móðir hans af veikindum. Á þeim tíma var mikil ólga í Kinshasa og þó sjúkrahúsið væri stutt frá heimili hennar, tókst ekki að koma henni undir læknishendur í tæka tíð, því göturnar voru tepptar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira