Líbönsk börn snúa aftur til Beirút 26. ágúst 2006 19:45 Sextíu líbönsk börn voru flutt aftur í faðm fjölskyldna sinna í Beirút í dag eftir margra vikna fjarveru. Þau voru flutt á brott eftir að Ísraelsher fór að láta sprengjum rigna yfir suðurhluta landsins. Að vonum var um fagnaðarfundi að ræða. Ættingjar og vinir biðu spenntir eftir börnunum þegar vél þeirra lenti á flugvellinum í Beirút í dag. Blómum rigndi yfir þau og þeim tekið fagnandi og þau umvafin örmum ástvina sinna. Það mátti sjá tár falla og bros leika um varir fólks. Börnin voru flutt til Frakklands meðan á átökunum stóð og dvöldu í París í boði franska innanríkisráðuneytisins. Hafn- og flugbann sem Ísraelar settu á Líbanon er enn í gildi og hafa líbönsk stjórnvöld mótmælt því harðlega. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Brussel í Belgíu í gær, tók Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í sama streng og sagði nauðsynlegt að aflétta banninu. Á fundinum í gær samþykktu utanríkisráðherrarnir að Evrópusambandsríkin myndu senda um helming þess herliðs sem þarf í fimmtán þúsund manna friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon. Annan sagði í gær að hægt yrði að stilla gæsluliðum meðfram landamærunum að Sýrlandi til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða, að því tilskyldu að Líbanar óskuðu þess. Það var svo í dag sem líbönsk stjórnvöld greindu frá því að herlið Líbana myndi gæta landamæranna, ekki gæslulið Sameinuðu þjóðanna. Erlent Fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Sextíu líbönsk börn voru flutt aftur í faðm fjölskyldna sinna í Beirút í dag eftir margra vikna fjarveru. Þau voru flutt á brott eftir að Ísraelsher fór að láta sprengjum rigna yfir suðurhluta landsins. Að vonum var um fagnaðarfundi að ræða. Ættingjar og vinir biðu spenntir eftir börnunum þegar vél þeirra lenti á flugvellinum í Beirút í dag. Blómum rigndi yfir þau og þeim tekið fagnandi og þau umvafin örmum ástvina sinna. Það mátti sjá tár falla og bros leika um varir fólks. Börnin voru flutt til Frakklands meðan á átökunum stóð og dvöldu í París í boði franska innanríkisráðuneytisins. Hafn- og flugbann sem Ísraelar settu á Líbanon er enn í gildi og hafa líbönsk stjórnvöld mótmælt því harðlega. Á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Brussel í Belgíu í gær, tók Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í sama streng og sagði nauðsynlegt að aflétta banninu. Á fundinum í gær samþykktu utanríkisráðherrarnir að Evrópusambandsríkin myndu senda um helming þess herliðs sem þarf í fimmtán þúsund manna friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon. Annan sagði í gær að hægt yrði að stilla gæsluliðum meðfram landamærunum að Sýrlandi til að koma í veg fyrir flutning vopna til Hizbollah-skæruliða, að því tilskyldu að Líbanar óskuðu þess. Það var svo í dag sem líbönsk stjórnvöld greindu frá því að herlið Líbana myndi gæta landamæranna, ekki gæslulið Sameinuðu þjóðanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira