Forráðamenn hjólreiðaliðsins T-Mobile hafa komist að samkomulagi við hjólreiðamanninn Jan Ullrich um að rifta samningi hans í kjölfar þess að hann var sakaður um að hafa misnotað lyf fyrr í sumar. Ullrich var í fyrstu rekinn umsvifalaust frá liðinu, en Ullrich var mjög ósáttur við þá niðurstöðu og eftir stíf fundarhöld hefur nú náðst samkomulag milli hans og liðsins.