Reading í fínum málum í hálfleik

Íslendingalið Reading hefur yfir 2-0 í hálfleik á útivelli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Kevin Doyle og Seol Ki-Hyeon skoruðu mörk Reading. Staðan í leik Bolton og Middlesbrough er jöfn 0-0, líkt og í leik Everton og Wigan.