Íslenska ríkisstjórnin fordæmir kjarnorkutilraunir 9. október 2006 19:31 Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, virðist orðinn algerlega einangraður eftir atburði næturinnar. George Bush Bandaríkjaforseti segir ljóst að Norður-Kóreu verði refsað fyrir að hafa gengið gegn vilja alls alþjóðasamfélagins. Íslenska ríkisstjórnin hefur sent stjórnvöldum í Norður-Kóreu yfirlýsingu þar sem tilraunin er fordæmd. Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið verið jafnsammála um nokkurn hlut og þann að fordæma kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur stigið fram og lýst yfir vanþóknun sinni og nú er þess vænst að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi til aðgerða. Japanir hafa þungar áhyggjur af Norður-Kóreu og má ætla að þetta verði vatn á myllu þeirra sem vilja efla japanska herinn, sem hefur frá lokum seinna stríðs, samkvæmt stjórnarskrá, aðeins verið varnarlið. Jafnvel Kínverjar, sem hafa verið helstu bandamenn Norður-Kóreumanna í gegnum tíðina, voru reiðir og sögðu tilraunina óskammfeilna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið undir málflutning annarra þjóðarleiðtoga og lýst áhyggjum af stöðu mála. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir tilraunina áfall fyrir alþjóðasamfélagið og fyrir viðleitnina við að hamla útbreiðslu kjarnorkuvopna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir að nú reyni á hvað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti gert til að fylgja eftir yfirlýsingu sinni. Engin hafi trúað að Norður-Kórea myndi ganga svona langt en of snemmt að segja til um hvort Íslendingar styðji hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu. Þótt hernaði sé hótað, er ljóst að sú leið er illfær og afar kostnaðarsöm á alla lund. Öryggisráðið hefur þegar komið saman og fordæmt tilraunina og búist er við ályktun um þvingunaraðgerðir í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira