Stofnun rekstrarfélags leiðir til hundraða milljóna króna sparnaðar 16. október 2006 14:15 MYND/GVA Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Nýja félagið mun bera nafnið Mjólkursamsalan. Í tilkynningunni segir einnig að umbreyting og hagræðing verði í mjólkuriðnaði með stofnun rekstrarfélagsins og að gert sé ráð fyrir að hagræðingin skili sér í hundraða milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. Öll mjólkurvinnsla verður flutt frá Reykjavík. Í tilkynningunni segir enn fremur að mjólkuriðnaðurinn hafi í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu sem hafi skilað sér til neytenda. Á tímabilinu frá 1990 til og með 2005 hafi mjólkurverð hækkað mun minna en aðrar neysluvörur. Þá hyggist mjólkuriðnaðurinn taka þátt í því að lækka matvælaverð með yfirvöldum með 12 mánaða verðstöðvun í 7-8% verðbólgu og hækkun á launalið bóndans. „Samhliða stofnun rekstrarfélagsins mun MS kaupa 52% hlut Auðhumlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þannig eiga beina eignaraðild að rekstrarfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuldir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vettvangur og mótttakandur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstrarfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja og glæsilega dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Fjallað hefur verið um viljayfirlýsingu KS, MS og Auðhumlu á fulltrúaráðsfundum félaganna að undanförnu og er stefnt að því að eðlilegum fyrirvörum verði aflétt fyrir 22. nóvember næstkomandi og að félagið getið hafið starfsemi um næstu áramót,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, að samruni MS og Mjólkurbús flóamanna á síðasta ári hafi á margan hátt verið kveikjan að þeim viðræðum sem leiddu til stofnunar rekstrarfélagins. „Nú er gott tækifæri til þess að endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn, ná fram hagræðingu sem skilar sér til neytenda og bænda og búa í haginn fyrir aukna samkeppni og þátttöku á alþjóðlegum markaðssvæðum," segir Guðbrandur. Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Nýja félagið mun bera nafnið Mjólkursamsalan. Í tilkynningunni segir einnig að umbreyting og hagræðing verði í mjólkuriðnaði með stofnun rekstrarfélagsins og að gert sé ráð fyrir að hagræðingin skili sér í hundraða milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. Öll mjólkurvinnsla verður flutt frá Reykjavík. Í tilkynningunni segir enn fremur að mjólkuriðnaðurinn hafi í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu sem hafi skilað sér til neytenda. Á tímabilinu frá 1990 til og með 2005 hafi mjólkurverð hækkað mun minna en aðrar neysluvörur. Þá hyggist mjólkuriðnaðurinn taka þátt í því að lækka matvælaverð með yfirvöldum með 12 mánaða verðstöðvun í 7-8% verðbólgu og hækkun á launalið bóndans. „Samhliða stofnun rekstrarfélagsins mun MS kaupa 52% hlut Auðhumlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þannig eiga beina eignaraðild að rekstrarfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuldir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vettvangur og mótttakandur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstrarfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja og glæsilega dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Fjallað hefur verið um viljayfirlýsingu KS, MS og Auðhumlu á fulltrúaráðsfundum félaganna að undanförnu og er stefnt að því að eðlilegum fyrirvörum verði aflétt fyrir 22. nóvember næstkomandi og að félagið getið hafið starfsemi um næstu áramót,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, að samruni MS og Mjólkurbús flóamanna á síðasta ári hafi á margan hátt verið kveikjan að þeim viðræðum sem leiddu til stofnunar rekstrarfélagins. „Nú er gott tækifæri til þess að endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn, ná fram hagræðingu sem skilar sér til neytenda og bænda og búa í haginn fyrir aukna samkeppni og þátttöku á alþjóðlegum markaðssvæðum," segir Guðbrandur.
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira