30 daga fangelsi fyrir frelsissviptingu 17. október 2006 20:57 Héraðsdómur Reykjaness. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Atvikið átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi að morgni föstudagsins 24. febrúar síðastliðins. Þar hafi konan komið til að loka fyrir rafmang vegna vangoldinna reikninga. Maðurinn hafi þá neitað henni útgöngu og krafist þess að hún hleypti rafmagni aftur á. Í dómsorði segir að ákærði hafi neitaði sök en þó kannast við að hafa meinað konunni útgöngu af skrifstofu sinni umrætt sinn. Fái sá framburður ákærða stoð í vitnisburði konunnar og að nokkru leyti í vitnisburði eiginkonu ákærða, um að ákærði hafi sagt við hana að hún færi ekki út af skrifstofunni fyrr en lögreglan kæmi. Þá hafa framangreind vitni borið að ákærði hafi verið reiður og hækkað róminn. Loks hafa lögreglumennirnir, sem komu á vettvang umrætt sinn, báðir borið á þann veg að þeir hafi séð ákærða lyfta upp annarri hendinni eða báðum höndum til að varna konunni útgöngu. Með vísan til þessa telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með ógnandi framkomu sinni og orðum gerst sekur um að hafa svipt hana frelsi sínu með því að halda henni nauðugri í húsnæði fyrirtækisins. Hins vegar sé ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með einhverjum hætti snert konuna umrætt sinn eins og hún haldi fram. Er maðurinn því dæmdur í 30 daga fangelsi. Hann er einnig dæmdur til að greiða konunni kr. 104.500,- í miskabætur og málskostnað, kr. 140.000,- Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag rúmlega sextugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að svipta starfsmann Orkuveitunnar frelsi sínu í um hálfa klukkustund. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða starfsmanninum, konu á þrítugsaldri, miskabætur. Atvikið átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi að morgni föstudagsins 24. febrúar síðastliðins. Þar hafi konan komið til að loka fyrir rafmang vegna vangoldinna reikninga. Maðurinn hafi þá neitað henni útgöngu og krafist þess að hún hleypti rafmagni aftur á. Í dómsorði segir að ákærði hafi neitaði sök en þó kannast við að hafa meinað konunni útgöngu af skrifstofu sinni umrætt sinn. Fái sá framburður ákærða stoð í vitnisburði konunnar og að nokkru leyti í vitnisburði eiginkonu ákærða, um að ákærði hafi sagt við hana að hún færi ekki út af skrifstofunni fyrr en lögreglan kæmi. Þá hafa framangreind vitni borið að ákærði hafi verið reiður og hækkað róminn. Loks hafa lögreglumennirnir, sem komu á vettvang umrætt sinn, báðir borið á þann veg að þeir hafi séð ákærða lyfta upp annarri hendinni eða báðum höndum til að varna konunni útgöngu. Með vísan til þessa telur dómurinn sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með ógnandi framkomu sinni og orðum gerst sekur um að hafa svipt hana frelsi sínu með því að halda henni nauðugri í húsnæði fyrirtækisins. Hins vegar sé ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi með einhverjum hætti snert konuna umrætt sinn eins og hún haldi fram. Er maðurinn því dæmdur í 30 daga fangelsi. Hann er einnig dæmdur til að greiða konunni kr. 104.500,- í miskabætur og málskostnað, kr. 140.000,-
Fréttir Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira