Gæti rannsakað án gruns 18. október 2006 18:32 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál. Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, var í hádegisviðtalinu á Stöð2 í dag. Þar sagðist hann hafa opnað fyrir umræður um mögulega stofnun íslenskrar leyniþjónustu eftir að niðurstöður nefndar undir formennsku ríkislögreglustjóra lágu fyrir í sumar. Þá gerði nýlegt samkomulag við Bandaríkjamenn ráð fyrir að hér væri stofnun sem gæti rannsakað mál án þess að rökstuddur grunur leiki á um glæpsamlegt athæfi og gæti séð um trúnaðarsamskipti við við sams konar stofnanir annarra þjóða. Ef að yrði sagði Björn að slík stofnun myndi lúta eftirliti Alþingis. Björn segir að starfsemi leyniþjónustu bjóði þeirri hættu heim að slík stofnun aflaði upplýsinga um fólk að óþörfu. Þess vegna sé m.a. nauðsynlegt að ræða þessi mál og skoða kosti og galla. Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað gegn stofnun sérstakrar leyniþjónustu. Formaður SUS segir dómsmálaráðherra eiga hrós skilið fyrir að hafa opnað umræðuna um þessi mál. SUS sé hins vegar á móti því að ríkisvaldið gangi inn á friðhelgi fólks. Ekkert sé uppi sem réttlæti frekari heimildir en lögregla hefur nú til þess, jafnvel þótt Alþingi hefði eftirlit með slíkri stofnun. Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir dæmin frá öðrum löndum sína að leyniþjónustur hafi misnotað aðstöðu sína og farið út fyrir valdheimildir sínar og misbeitt valdheimildum sínum. Ungir sjálfstæðismenn spyrji sig hvort það sé áhættunnar virði. Hvort slík hætta steðji að borgurum þessa lands frá utanað komandi aðilum eða innlendum að það réttlæti slíka áhættu. Stjórn SUS svari því neitandi. Síðustu daga hafa Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason, fyrrverandi embættismaður á Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fullyrt að símar þeirra hafi verið hleraðir. Dómsmálaráðherra segist taka fullyrðingar þessara manna mjög alvarlega og taki þar með undir með ríkissaksóknara sem ákveðið hafi að rannsaka þessi mál.
Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira