Hlerunargögn leynileg vegna tillits til erlendra ríkja 19. október 2006 12:17 Tillitsemi við erlend ríki er ein af ástæðunum fyrir því að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að létta af leynd á hlerunargögnum, sem það afhenti þjóðskjalaverði í sumar. Símhleranir og njósnir hafa orðið viðkvæmt deilumál í samfélaginu eftir uppljóstranir sagnfræðinganna Guðna Th. Jóhannessonar og Þórs Whiteheads. Kröfur um að öll málsatriði verði gerð opinber gerast æ háværari - og þar láta ráðherrar ekki sitt eftir liggja. Forsætisráðherra, menntamálaráðherra og landbúnaðarráðherra hafa allir lýst þeirri skoðun sinni að gögn málsins eigi að vera aðgengileg. Þjóðskjalavörður hefur neitað að sýna fréttastofunni átján skjöl varðandi hleranirnar, sem dómsmálaráðuneytið afhenti honum í sumar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kæru fréttastofunnar á þeirri synjun til meðferðar og í bréfi til nefndarinnar segir dómsmálaráðuneytið að um sé að ræða 15 skjöl ef frá eru talin samrit, sex sem varða rannsókn í opinberu máli og níu sem varða öryggishagsmuni ríkisins. Telur dómsmálaráðuneytið að það sé ekki í stakk búið til að ákveða að svo stöddu að leynd skuli aflétt af þessum skjölum, ,,sem sum hver varða skipti við önnur ríki", en þann málaflokk annist utanríkisráðuneytið. Af þessu bréfi að dæma skiptir tillit til erlendra ríkja máli þegar ákveða skal hvort gögn skuli gerð opinber um hlerun íslenskra yfirvalda á símtölum hér innanlands sem ætla má að snerti íslenska ríkisborgara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Tillitsemi við erlend ríki er ein af ástæðunum fyrir því að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að létta af leynd á hlerunargögnum, sem það afhenti þjóðskjalaverði í sumar. Símhleranir og njósnir hafa orðið viðkvæmt deilumál í samfélaginu eftir uppljóstranir sagnfræðinganna Guðna Th. Jóhannessonar og Þórs Whiteheads. Kröfur um að öll málsatriði verði gerð opinber gerast æ háværari - og þar láta ráðherrar ekki sitt eftir liggja. Forsætisráðherra, menntamálaráðherra og landbúnaðarráðherra hafa allir lýst þeirri skoðun sinni að gögn málsins eigi að vera aðgengileg. Þjóðskjalavörður hefur neitað að sýna fréttastofunni átján skjöl varðandi hleranirnar, sem dómsmálaráðuneytið afhenti honum í sumar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kæru fréttastofunnar á þeirri synjun til meðferðar og í bréfi til nefndarinnar segir dómsmálaráðuneytið að um sé að ræða 15 skjöl ef frá eru talin samrit, sex sem varða rannsókn í opinberu máli og níu sem varða öryggishagsmuni ríkisins. Telur dómsmálaráðuneytið að það sé ekki í stakk búið til að ákveða að svo stöddu að leynd skuli aflétt af þessum skjölum, ,,sem sum hver varða skipti við önnur ríki", en þann málaflokk annist utanríkisráðuneytið. Af þessu bréfi að dæma skiptir tillit til erlendra ríkja máli þegar ákveða skal hvort gögn skuli gerð opinber um hlerun íslenskra yfirvalda á símtölum hér innanlands sem ætla má að snerti íslenska ríkisborgara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira