Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð 20. október 2006 10:09 Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila.Þessa úrskurði felldi Samkeppniseftirlitið eftir að sjálfstæðir útgefendur námsefnis, Árni Árnason og Æskan, höfðu kvartað yfir því að starfshættir Námsgagnastofnunar og lagaumhverfi hennar væru samkeppnishindrandi og að grunnskólar gætu ekki nýtt sér námsefni sem aðrir en stofnun hefði samið.Héldu sjálfstæðir útgefendur því fram að með svokölluðu kvótakerfi sem Námsgagnastofnun breytti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta hefði stofnunin gert sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólana. Jafnframt kvörtuðu áðurnefndir útgefendur námsefnis yfir því að Námsgagnastofnun hefði það kennsluefni sem hún framleiðir fyrir grunnskóla til sölu á almennum markaði á verði sem ekki væri unnt að keppa við.Samkeppniseftirlitið metur það svo að þær samkeppnishindranir sem eru á markaðnum megi að miklu leyti rekja til þess lagaumhverfis sem markaðurinn býr við en lög um Námsgagnastofnun eru frá árinu 1990 og reglugerð frá árinu 1980. Hvort tveggja hafi tekið gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga. Þar að auki skilji stofnuna ekki á milli á milli þeirrar lögbundnu starfsemi sinnar annars vegar að sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og þeirrar starfsemi hins vegar sem felst í að selja útgefið efni stofnunarinnar á almennan markað í samkeppni við einkaaðila. Telur Samkeppniseftirlitið því að í raun sé unnið gegn því að samkeppni fái þrifist í útgáfu og sölu á námsefni og að lög og reglur sem gildi um Námsgagnastofnun séu í mótsögn við markmið samkeppnislaga. Þá sé starfshættir Námsgagnastofnunar því marki brenndir að draga úr og torvelda samkeppni og þess vegna hafi þeim sem reynt hafi að hasla sér völl á vettvangnum orðið lítt ágegnt. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla annað en að samkeppni geti þrifist við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema verði lagaumhverfi lagað að breyttum háttum. Slík samkeppni er til þess fallin að stuðla að fjölbreyttara kennsluefni og auka gæði þess.Með vísan til framanritaðs beinir Samkeppniseftirlitið því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir að lög og reglur sem varða Námsgagnastofnun verði teknar til skoðunar með hliðsjón af samkeppnislögum. Þá er Námsgangastofnun gert að laga starfshætti sína að samkeppnislögum," segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila.Þessa úrskurði felldi Samkeppniseftirlitið eftir að sjálfstæðir útgefendur námsefnis, Árni Árnason og Æskan, höfðu kvartað yfir því að starfshættir Námsgagnastofnunar og lagaumhverfi hennar væru samkeppnishindrandi og að grunnskólar gætu ekki nýtt sér námsefni sem aðrir en stofnun hefði samið.Héldu sjálfstæðir útgefendur því fram að með svokölluðu kvótakerfi sem Námsgagnastofnun breytti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta hefði stofnunin gert sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólana. Jafnframt kvörtuðu áðurnefndir útgefendur námsefnis yfir því að Námsgagnastofnun hefði það kennsluefni sem hún framleiðir fyrir grunnskóla til sölu á almennum markaði á verði sem ekki væri unnt að keppa við.Samkeppniseftirlitið metur það svo að þær samkeppnishindranir sem eru á markaðnum megi að miklu leyti rekja til þess lagaumhverfis sem markaðurinn býr við en lög um Námsgagnastofnun eru frá árinu 1990 og reglugerð frá árinu 1980. Hvort tveggja hafi tekið gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga. Þar að auki skilji stofnuna ekki á milli á milli þeirrar lögbundnu starfsemi sinnar annars vegar að sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og þeirrar starfsemi hins vegar sem felst í að selja útgefið efni stofnunarinnar á almennan markað í samkeppni við einkaaðila. Telur Samkeppniseftirlitið því að í raun sé unnið gegn því að samkeppni fái þrifist í útgáfu og sölu á námsefni og að lög og reglur sem gildi um Námsgagnastofnun séu í mótsögn við markmið samkeppnislaga. Þá sé starfshættir Námsgagnastofnunar því marki brenndir að draga úr og torvelda samkeppni og þess vegna hafi þeim sem reynt hafi að hasla sér völl á vettvangnum orðið lítt ágegnt. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla annað en að samkeppni geti þrifist við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema verði lagaumhverfi lagað að breyttum háttum. Slík samkeppni er til þess fallin að stuðla að fjölbreyttara kennsluefni og auka gæði þess.Með vísan til framanritaðs beinir Samkeppniseftirlitið því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir að lög og reglur sem varða Námsgagnastofnun verði teknar til skoðunar með hliðsjón af samkeppnislögum. Þá er Námsgangastofnun gert að laga starfshætti sína að samkeppnislögum," segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira