Spurt verður hvaðan peningarnir komi 28. október 2006 19:33 Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því. Fréttir Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Aðalritstjóri Ekstra blaðsins danska segir marga spyrja sig hvernig svo fámenn þjóð eins og Ísland geti fjárfest eins mikið og raun beri vitni. Spurt sé hvaðan peningarnir komi og blaðið reyni að svara því. Árni Matihesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að blaðið boði umfjöllun um íslenska útrás. Krónan lækkað um 2% í gær, sem er mesta lækkun hennar á einum degi í hálft ár. Talið er að rekja megi þessa lækkun til boðaðrar umfjöllunar danska Ekstra-blaðsins um útrás Íslendinga sem hefst á morgun. Í tilkynningu frá blaðinu í gær segir að rannsóknarblaðamenn hafi farið ofaní saumana á íslenska efnahagsundrinu og ætli að kynna fyrir lesendum blaðsins viðskiptamódel sem að komi bófar og háttsettir stjórnmálamenn og þar sem síslað sé með milljarða króna. Lofað er umfjöllun um blákaldan veruleika sem taki fram villtasta skáldskap. Þeir sérfræðingar í íslensku fjármálalífi sem fréttastofa ræddi við í dag eiga ekki von á að áhrif umfjöllunar blaðsins verði meiri og þau í raun komin fram. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir það koma sér á óvart að Ekstra-blaðið boði umfjöllun sem þessa. Hann viti ekki til þess að til séu neinar upplýsingar í þessa veru sem gefi tilefni til umfjöllunar eins og þessarar. Það laga- og reglugerðaumhverfi sem gildi um þessi mál fjalli hér á landi sé nákvæmlega það sama og í öðrum Evrópulöndum, til að mynda Danmörku. Árni segir nýlega búið að taka út íslenska eftirlitskerfið hvað þetta varði og á svipuðum tíma á Norðurlöndunum. Öll fái kerfin svipaða einkunn sem sé góð. Hans Engel, aðalritstjóri Ekstra-blaðsins segir að fólk muni sjá mjög dularfullu hluti í umfjöllun blaðsins á næstu dögum. Peningar séu fluttir milli landa og notaðir til gríðarlegra fjárfestinga í Danmörku. Hann spyr hvernig geti svo fámenn þjóð fjárfest í þetta miklu magni, hvaðan komi peningarnir. Hann segist viss um að margir séu áhugasmir um að fá svör við því.
Fréttir Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira