KB banki borgar 7 milljarða í skatta 31. október 2006 17:48 Kaupþing banki greiðir nú í fyrsta skipti meira í opinber gjöld en Fjársýsla ríkisins. Bankinn greiðir langhæstu opinberu gjöldin á þessu ári - nærri sjö milljarða króna, rúmum fimm milljörðum meira en í fyrra. Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 46% frá síðasta ári. Álagning lögaðila fyrir síðasta tekjuár liggur nú fyrir en lögaðilar eru allir þeir sem borga opinber gjöld aðrir en einstaklingar. Alls nemur álagningin tæpum 74 milljörðum króna. KB banki trónir nú í efsta sæti og fer upp fyrir Fjársýslu ríkisins sem greiðir 5,8 milljarða og í þriðja sæti er launaafgreiðsla fjársýslunnar með 4,5 milljarða. Þrír stærstu bankar landsins eru í fimm efstu sætum yfir greiðendur í Reykjavík ásamt fjársýslunni. Í fyrra greiddu þessir þrír bankar samtals um fimm milljarða króna en reiða nú fram um 12,4 milljarða, þar af greiðir Landsbankinn 3,6 en Íslandsbanki 1,8. Reykjavíkurborg er komin niður í 6. sæti með 1,2 milljarða, en Kópavogsbær er hins vegar hæsti greiðandi í Reykjanesumdæmi með röskar 300 milljónir í opinber gjöld, næst kemur Toyotaumboðið, þá fjármáladeild Varnarliðsins í 3. sæti, Hafnarfjarðarkaupstaður í því fjórða, þá Stálskip, Þorbjörn Fiskanes, en Alcan eða álverið í Straumsvík er í áttunda sæti. Fimmtán hæstu greiðendur á Reykjanesi eru talsvert innan við að vera hálfdrættingar á við KB banka einan í Reykjavík. Athygli vekur að tekjuskattur fyrirtækja hefur hækkað um 11 milljarða eða 46% frá síðasta ári. Þá vekur líka athygli að Ríkið borgar 5,2 milljarða í fjármagnstekjuskatt sem er vegna sölunnar á Símanum. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Kaupþing banki greiðir nú í fyrsta skipti meira í opinber gjöld en Fjársýsla ríkisins. Bankinn greiðir langhæstu opinberu gjöldin á þessu ári - nærri sjö milljarða króna, rúmum fimm milljörðum meira en í fyrra. Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 46% frá síðasta ári. Álagning lögaðila fyrir síðasta tekjuár liggur nú fyrir en lögaðilar eru allir þeir sem borga opinber gjöld aðrir en einstaklingar. Alls nemur álagningin tæpum 74 milljörðum króna. KB banki trónir nú í efsta sæti og fer upp fyrir Fjársýslu ríkisins sem greiðir 5,8 milljarða og í þriðja sæti er launaafgreiðsla fjársýslunnar með 4,5 milljarða. Þrír stærstu bankar landsins eru í fimm efstu sætum yfir greiðendur í Reykjavík ásamt fjársýslunni. Í fyrra greiddu þessir þrír bankar samtals um fimm milljarða króna en reiða nú fram um 12,4 milljarða, þar af greiðir Landsbankinn 3,6 en Íslandsbanki 1,8. Reykjavíkurborg er komin niður í 6. sæti með 1,2 milljarða, en Kópavogsbær er hins vegar hæsti greiðandi í Reykjanesumdæmi með röskar 300 milljónir í opinber gjöld, næst kemur Toyotaumboðið, þá fjármáladeild Varnarliðsins í 3. sæti, Hafnarfjarðarkaupstaður í því fjórða, þá Stálskip, Þorbjörn Fiskanes, en Alcan eða álverið í Straumsvík er í áttunda sæti. Fimmtán hæstu greiðendur á Reykjanesi eru talsvert innan við að vera hálfdrættingar á við KB banka einan í Reykjavík. Athygli vekur að tekjuskattur fyrirtækja hefur hækkað um 11 milljarða eða 46% frá síðasta ári. Þá vekur líka athygli að Ríkið borgar 5,2 milljarða í fjármagnstekjuskatt sem er vegna sölunnar á Símanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira