"Rasheed reglan" farin að taka sinn toll 3. nóvember 2006 16:44 Rasheed Wallace var ekki lengi að láta reyna á nýjar áherslur í dómgæslu í NBA deildinni - sem gárungarnir eru nú búnir að skíra í höfuðið á honum NordicPhotos/GettyImages Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira