Hvað svo? 8. nóvember 2006 11:38 Claire McCaskill, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demókrata í Missouri var ein þeirra sem steypti repúblikana úr stóli. MYND/AP Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira