Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2025 21:32 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ógnaði öryggi hermanna með því að ræða yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Það gerði hann í einkasíma sínum gegnum samskiptaforritið Signal, en blaðamaður var í einum hópnum sem Hegseth var í og var honum bætt í hópinn fyrir mistök. Innri endurskoðandi ráðuneytisins birti í dag skýrslu um málið þar sem notkun embættismanna í varnarmálaráðuneytinu á símum og forritum sem ekki eru sérstaklega heimiluð er gagnrýnd. Bæði vegna öryggis og vegna þess að þessi notkun gerir erfiðara að varðveita skjöl og samskipti, eins og embættismenn eiga að gera samkvæmt lögum. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að Hegseth hafi umboð til að svipta leynd af leynilegum upplýsingum og þar á meðal þeim upplýsingum sem hann deildi á Signal. Hins vegar sé ljóst að með því að segja frá yfirvofandi árásum hafi hann brotið gegn reglum ráðuneytisins um meðferð leynilegra upplýsinga og að það hefði getað sett hermenn í hættu. Sagði embættismönnum og blaðamanni frá árásunum Nokkrum dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Húta hófust í mars fékk blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg, frá Atlantic, skilaboð um að Mike Waltz, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, vildi eiga samskipti við hann. Tveimur dögum síðar var búið að bæta honum í spjallhóp með Walz, Hegseth, Marco Rubio, utanríkisráðherra, JD Vance, varaforseta, Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmanni CIA, Steve Witkoff, erindreka Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og fleirum. Þar ræddu þessir hæst settu embættismenn Bandaríkjanna yfirvofandi árásir á Húta, vegna árása þeirra á flutningaskip á Rauðahafi og á Ísrael. Þeir gagnrýndu einnig Evrópu í samtalinu. Áður en árásirnar hófust, sagði Hegseth í hópnum að þær væru yfirvofandi. Hegseth stofnaði einnig annan spjallhóp með þrettán manns. Þar á meðal eiginkonu hans og bróður, þar sem hann deildi einnig upplýsingum um árásirnar. Sjá einnig: Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Meðal þeirra upplýsinga sem Hegseth veitti í hópnum voru hvenær árásirnar yrðu gerðar, hve umfangsmiklar þær yrðu og hvaða vopn og hvaða flugvélar yrðu notaðar. Í áðurnefndri skýrslu segir að ef þessar upplýsingar hefðu endað hjá Hútum hefðu þeir getað brugðist við með því að flytja menn og hergögn undan árásunum og með því að mögulega undirbúa loftvarnir sínar betur. Neitaði að ræða við rannsakendur Hegseth neitaði viðtali við rannsókn innri endurskoðenda ráðuneytisins. Hann sendi þess í stað stutta yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar þar sem hann sagðist ekki hafa deilt leynilegum upplýsingum með neinum og þar að auki hefði hann heimild til að deila leynilegum upplýsingum. Hann hélt því einnig fram að upplýsingarnar hefðu ekki getað sett hermenn í hættu, þar sem hann tiltók ekki nákvæmlega hvar stæði til að varpa sprengjum og á hvaða skotmörk. Viðbrögð þingmanna við skýrslunni hafa að mestu leyti fylgt flokkslínum, þar sem Repúblikanar hafa komið Hegseth til varnar og Demókratar hafa gagnrýnt hann. Meðal þess sem Demókratar hafa sagt er að ef aðrir hefðu gert það sama, eins og venjulegir hermenn, hefðu þeir verið reknir hið snarasta. Bandaríkin Donald Trump Jemen Tengdar fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Innri endurskoðandi ráðuneytisins birti í dag skýrslu um málið þar sem notkun embættismanna í varnarmálaráðuneytinu á símum og forritum sem ekki eru sérstaklega heimiluð er gagnrýnd. Bæði vegna öryggis og vegna þess að þessi notkun gerir erfiðara að varðveita skjöl og samskipti, eins og embættismenn eiga að gera samkvæmt lögum. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að Hegseth hafi umboð til að svipta leynd af leynilegum upplýsingum og þar á meðal þeim upplýsingum sem hann deildi á Signal. Hins vegar sé ljóst að með því að segja frá yfirvofandi árásum hafi hann brotið gegn reglum ráðuneytisins um meðferð leynilegra upplýsinga og að það hefði getað sett hermenn í hættu. Sagði embættismönnum og blaðamanni frá árásunum Nokkrum dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Húta hófust í mars fékk blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg, frá Atlantic, skilaboð um að Mike Waltz, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, vildi eiga samskipti við hann. Tveimur dögum síðar var búið að bæta honum í spjallhóp með Walz, Hegseth, Marco Rubio, utanríkisráðherra, JD Vance, varaforseta, Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmanni CIA, Steve Witkoff, erindreka Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og fleirum. Þar ræddu þessir hæst settu embættismenn Bandaríkjanna yfirvofandi árásir á Húta, vegna árása þeirra á flutningaskip á Rauðahafi og á Ísrael. Þeir gagnrýndu einnig Evrópu í samtalinu. Áður en árásirnar hófust, sagði Hegseth í hópnum að þær væru yfirvofandi. Hegseth stofnaði einnig annan spjallhóp með þrettán manns. Þar á meðal eiginkonu hans og bróður, þar sem hann deildi einnig upplýsingum um árásirnar. Sjá einnig: Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Meðal þeirra upplýsinga sem Hegseth veitti í hópnum voru hvenær árásirnar yrðu gerðar, hve umfangsmiklar þær yrðu og hvaða vopn og hvaða flugvélar yrðu notaðar. Í áðurnefndri skýrslu segir að ef þessar upplýsingar hefðu endað hjá Hútum hefðu þeir getað brugðist við með því að flytja menn og hergögn undan árásunum og með því að mögulega undirbúa loftvarnir sínar betur. Neitaði að ræða við rannsakendur Hegseth neitaði viðtali við rannsókn innri endurskoðenda ráðuneytisins. Hann sendi þess í stað stutta yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar þar sem hann sagðist ekki hafa deilt leynilegum upplýsingum með neinum og þar að auki hefði hann heimild til að deila leynilegum upplýsingum. Hann hélt því einnig fram að upplýsingarnar hefðu ekki getað sett hermenn í hættu, þar sem hann tiltók ekki nákvæmlega hvar stæði til að varpa sprengjum og á hvaða skotmörk. Viðbrögð þingmanna við skýrslunni hafa að mestu leyti fylgt flokkslínum, þar sem Repúblikanar hafa komið Hegseth til varnar og Demókratar hafa gagnrýnt hann. Meðal þess sem Demókratar hafa sagt er að ef aðrir hefðu gert það sama, eins og venjulegir hermenn, hefðu þeir verið reknir hið snarasta.
Bandaríkin Donald Trump Jemen Tengdar fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“