Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. desember 2025 10:28 Þessi U 32 kafbátur þýska flotans tók þátt í æfingu á Norðursjó í grennd við Harstad í Noregi í október. Getty/Sean Gallup Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir. Norska TV2 greinir frá þessu en um er að ræða kafbáta fyrir norska sjóherinn og langdræg vopn fyrir herinn sem hafa drægni til að hitta skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð. Þegar liggur fyrir pöntun Norðmanna á kaupum á fjórum 212CD kafbátum frá þýskum framleiðanda. Jafnan kostar hver bátur um þrettán milljarða norskra króna stykkið að því er fram kemur í umfjöllun TV2, en það gera um 165 milljarða íslenskra króna á hvern bát. Þegar eiga Norðmenn sex kafbáta af Ula-gerðinni en í ríkisráði í dag stendur til að samþykkja pöntun á tveimur til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í pöntun. Nýju bátarnir sem nú á að festa kaup á eru umtalsvert stærri en Ula-bátarnir sem Norðmenn eiga fyrir og gert er ráð fyrir að sá fyrsti verði afhentur árið 2029. Nákvæm, langdræg vopn ofarlega á óskalistanum Þá kveðst TV2 hafa upplýsingar um að stjórnvöld séu líka í þann mund að taka ákvörðun um að kaupa langdrægar skotflaugar sem geti hitt skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð líkt og með nákvæmni upp á tíu metra radíus frá skotmarki. Þar sé um að ræða glænýja tegund vopna sem Norðmenn eiga ekki fyrir í sínu vopnabúri. Vopn sem eru ofarlega á forgangslista NATO og norska hersins. Val Norðmanna á þessum vopnum stendur á milli vopna frá þýskum, suður-kóreskum eða bandarískum framleiðendum. Verðbólga á vopnamarkaði Í umfjöllun VG um málið segir að gert sé ráð fyrir að kaupa langdræg vopn fyrir um nítján milljarða norskra króna. Norsk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að auka útgjöld sín til varnarmála um 600 milljarða til ársins 2036, en bent er á í umfjöllun TV2 að í ljósi mikillar eftirspurnar sé fyrirsjáanleg verðbólga á vopnamarkaði með tilheyrandi kostnaði. Danir ákváðu nýverið að í fyrsta sinn skuli Danir eignast langdræg vopn. Þeim sé ætlað að hafa fælingarmátt að sögn danskra stjórnvalda og norski varnarmálaráðherrann Tore O. Sandvik tekur í svipaðann streng. „Við erum að kaupa hergögn til að koma í veg fyrir að þurfa að nota þau. Við beitum fælingarmætti til að tryggja áframhaldandi frið í Noregi, og fæla mögulega fjendur frá því að ráðast á Noreg,“ segir Sandvik við TV2. Noregur Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Norska TV2 greinir frá þessu en um er að ræða kafbáta fyrir norska sjóherinn og langdræg vopn fyrir herinn sem hafa drægni til að hitta skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð. Þegar liggur fyrir pöntun Norðmanna á kaupum á fjórum 212CD kafbátum frá þýskum framleiðanda. Jafnan kostar hver bátur um þrettán milljarða norskra króna stykkið að því er fram kemur í umfjöllun TV2, en það gera um 165 milljarða íslenskra króna á hvern bát. Þegar eiga Norðmenn sex kafbáta af Ula-gerðinni en í ríkisráði í dag stendur til að samþykkja pöntun á tveimur til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í pöntun. Nýju bátarnir sem nú á að festa kaup á eru umtalsvert stærri en Ula-bátarnir sem Norðmenn eiga fyrir og gert er ráð fyrir að sá fyrsti verði afhentur árið 2029. Nákvæm, langdræg vopn ofarlega á óskalistanum Þá kveðst TV2 hafa upplýsingar um að stjórnvöld séu líka í þann mund að taka ákvörðun um að kaupa langdrægar skotflaugar sem geti hitt skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð líkt og með nákvæmni upp á tíu metra radíus frá skotmarki. Þar sé um að ræða glænýja tegund vopna sem Norðmenn eiga ekki fyrir í sínu vopnabúri. Vopn sem eru ofarlega á forgangslista NATO og norska hersins. Val Norðmanna á þessum vopnum stendur á milli vopna frá þýskum, suður-kóreskum eða bandarískum framleiðendum. Verðbólga á vopnamarkaði Í umfjöllun VG um málið segir að gert sé ráð fyrir að kaupa langdræg vopn fyrir um nítján milljarða norskra króna. Norsk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að auka útgjöld sín til varnarmála um 600 milljarða til ársins 2036, en bent er á í umfjöllun TV2 að í ljósi mikillar eftirspurnar sé fyrirsjáanleg verðbólga á vopnamarkaði með tilheyrandi kostnaði. Danir ákváðu nýverið að í fyrsta sinn skuli Danir eignast langdræg vopn. Þeim sé ætlað að hafa fælingarmátt að sögn danskra stjórnvalda og norski varnarmálaráðherrann Tore O. Sandvik tekur í svipaðann streng. „Við erum að kaupa hergögn til að koma í veg fyrir að þurfa að nota þau. Við beitum fælingarmætti til að tryggja áframhaldandi frið í Noregi, og fæla mögulega fjendur frá því að ráðast á Noreg,“ segir Sandvik við TV2.
Noregur Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila