Valgerður Bergsdóttir fær heiðursverðlaun Myndstefs 21. nóvember 2006 17:15 Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. Valgerður er jafnframt heiðruð fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistamaður. Innan Myndstefs eru fjórtán hundruð listamenn í sex aðildarfélögum. Gluggarnir í Reykholtskirkju eru fjórir talsins og lokið var við að koma þeim fyrir á 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju í sumar, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns í júlí. Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlutskörpust. Mótív glugganna er annars vegar Jóhannesarguðspjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, aðeins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum eftir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem framleiðir gluggana hefur verið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni frægu Kölnardómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggunum í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. Í júlí árið 2003 var stafngluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf frú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efnt var til fjársöfnunar til að koma hinum tveimur gluggunum upp. Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári. Valgerður er jafnframt heiðruð fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistamaður. Innan Myndstefs eru fjórtán hundruð listamenn í sex aðildarfélögum. Gluggarnir í Reykholtskirkju eru fjórir talsins og lokið var við að koma þeim fyrir á 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju í sumar, að því er fram kemur í frétt Skessuhorns í júlí. Árið 1992 var efnt til samkeppni um steinda glugga í kirkjunni og var Valgerður Bergsdóttir hlutskörpust. Mótív glugganna er annars vegar Jóhannesarguðspjall og hins vegar Sólarljóð. Gluggarnir eru mjög sérstakir enda eru ekki eiginlegir litir í þeim, aðeins mismunandi gegnsætt gler blandað málmum. Gluggarnir breyta því litum eftir því hvernig birtan fellur á þá og má því segja að það séu margir gluggar í hverjum. Þess má geta að þýska fyrirtækið sem framleiðir gluggana hefur verið að störfum í 150 ár og m.a. séð um gluggana í hinni frægu Kölnardómkirkju. Glermeistarinn þýski fullyrti að hann hefði hvergi séð aðra eins litasamsetningu og fékk leyfi til að birta mynd af gluggunum í bók sem gefin verður út vegna afmælis fyrirtækisins. Í júlí árið 2003 var stafngluggunum tveimur komið fyrir og voru þeir gjöf frú Margrétar Þ. Garðarsdóttur til minningar um eiginmann hennar Halldór H. Jónsson arkitekt, en sonur þeirra Garðar Halldórsson húsasmíðameistari ríkisins teiknaði Reykholtskirkju - Snorrastofu. Efnt var til fjársöfnunar til að koma hinum tveimur gluggunum upp.
Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira