Sýknaður af ákæru um nauðgun 20. desember 2006 14:58 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. Var hann ákærður fyrir fyrir að hafa þröngvað henni til samræðis við sig og sumpart nýtt sér það að hún gat ekki spornað við því sökum ölvunar. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki fullviss um að þau hefðu haft kynmök þar sem hann hafi verið undir áhrifum áfengis og því getulítill.Sagði hann þau hafa skilið á þann hátt að stúlkan hafi verið í buxum en samkvæmt vitnum kom stúlkan gangandi frá vettvangnum með buxurnar í hendinni. Þá bar sálfræðingur fyrir dómi að stúlkan hefði í viðtölum sýnt merki áfallastreitu.Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan muni brotakennt eftir samskiptum sínum við ákærða sökum ölvunar og það geti ekki talist ná til nema lítils hluta þeirra tæpu tveggja klukkustunda sem telja má að þau hafi verið samvistum. Framburður stúlkunnar hafi verið um margt óljós og þá hefur það óhjákvæmilega þýðingu við sönnunarmat í málinu að frásögn hennar, eins og hún er skráð eftir henni á neyðarmóttöku, samræmist ekki vel framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi sé þó í fullu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Að mati dómsins er ekki unnt að byggja á því í málinu að konan hafi verið með svo miklum áfengisáhrifum þegar atburðurinn átti sér stað að hún hafi af þeim sökum ekki getað spornað við því sem fram fór.Samkvæmt þessu og einkum með vísan til brotakennds framburðar stúlkunnar þykir dómnum ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu, að klæðleysi hennar og bágt ástand, þegar að henni var komið og eftirfarandi sálrænir erfiðleikar hennar stafi af því að ákærði hafi beitt hana því ofbeldi. Telur því dómurinn að varhugavert sé að telja það sannað í málinu maðurinn hafi gerst sekur um nauðgun. Dómsmál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. Var hann ákærður fyrir fyrir að hafa þröngvað henni til samræðis við sig og sumpart nýtt sér það að hún gat ekki spornað við því sökum ölvunar. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki fullviss um að þau hefðu haft kynmök þar sem hann hafi verið undir áhrifum áfengis og því getulítill.Sagði hann þau hafa skilið á þann hátt að stúlkan hafi verið í buxum en samkvæmt vitnum kom stúlkan gangandi frá vettvangnum með buxurnar í hendinni. Þá bar sálfræðingur fyrir dómi að stúlkan hefði í viðtölum sýnt merki áfallastreitu.Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan muni brotakennt eftir samskiptum sínum við ákærða sökum ölvunar og það geti ekki talist ná til nema lítils hluta þeirra tæpu tveggja klukkustunda sem telja má að þau hafi verið samvistum. Framburður stúlkunnar hafi verið um margt óljós og þá hefur það óhjákvæmilega þýðingu við sönnunarmat í málinu að frásögn hennar, eins og hún er skráð eftir henni á neyðarmóttöku, samræmist ekki vel framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi sé þó í fullu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Að mati dómsins er ekki unnt að byggja á því í málinu að konan hafi verið með svo miklum áfengisáhrifum þegar atburðurinn átti sér stað að hún hafi af þeim sökum ekki getað spornað við því sem fram fór.Samkvæmt þessu og einkum með vísan til brotakennds framburðar stúlkunnar þykir dómnum ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu, að klæðleysi hennar og bágt ástand, þegar að henni var komið og eftirfarandi sálrænir erfiðleikar hennar stafi af því að ákærði hafi beitt hana því ofbeldi. Telur því dómurinn að varhugavert sé að telja það sannað í málinu maðurinn hafi gerst sekur um nauðgun.
Dómsmál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira