Mike Fratello var á fimmtudag rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Það var gamla kempan Jerry West, núverandi forseti Memphis, sem lét Fratello fjúka.
“Við töldum að liðið þyrfti á breytingu að halda og stefna í nýja átt, samfara markmiðum þessa félags,” sagði West þegar hann útskýrði uppsögn Fratello en undir stjórn hans vann Memphis 95 leiki en tapaði 83. Í ár hefur liðinu hins vegar gengið afleitlega og unnið aðeins 6 af fyrstu 30 leikjum tímabilsins.