Peningaskápurinn ... 6. janúar 2007 00:01 Af mismunandi spámönnumÞað er kunnugra en frá þarf að segja að það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina. Mat á verðmæti fyrirtækja eru að hluta til vísindi, en að hluta til huglægt fyrirbæri og því er munur á slíku mati milli greinenda. Margir brostu í kampinn þegar Jónas G. Friðþjófsson mat verðmæti Kaupþings á gengið 1014 kr. á hlut og þótti mörgum vel í lagt. Glitnir hefur almennt spáð betur um hagnað Kaupþings en Landsbankinn sem hefur alltaf verið mun hófstilltari í væntingum sínum. Landsbankinn missteig sig í túlkun á Citigroup og taldi þá meta Kaupþing þannig að gengið eftir 12 mánuði væri um og yfir 1000 kr. á hlut. Raunin er hins vegar sú að það er mat Citigroup að slíkt sé núverandi virði hluta í bankanum. Glitnir og Citigroup eru því algjörlega samstíga í mati sínu á bankanum. Fleiri misstigKaupþing hefur goldið stærðar sinnar í umræðunni og er í uppáhaldi þeirra sem af einhverjum sökum telja sig eiga bönkunum skuld að gjalda. Þannig hefur gengið póstur manna á milli þar sem gert er grín að auglýsingum Kaupþings og þeim snúið upp á grátandi viðskiptavini sem skulda á háum vöxtum í bankanum. Menn hafa skemmt sér yfir þessum brandara, enda vel útfærður. Svo brá við að hópur fólks víða um samfélagið fékk sendan slíkan póst frá starfsmanni Íbúðalánasjóðs sem er þekktur af öðru en kærleika til Kaupþings. Ekki var öllum jafn skemmt við sendinguna og skömmu síðar barst annar póstur þar sem beðist var velvirðingar á sendingunni og hún sögð hafa verið ætluð þremur vinum, en ekki tugum manna sem af ýmsum ástæðum eru í samkiptum við stofnunina. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Af mismunandi spámönnumÞað er kunnugra en frá þarf að segja að það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina. Mat á verðmæti fyrirtækja eru að hluta til vísindi, en að hluta til huglægt fyrirbæri og því er munur á slíku mati milli greinenda. Margir brostu í kampinn þegar Jónas G. Friðþjófsson mat verðmæti Kaupþings á gengið 1014 kr. á hlut og þótti mörgum vel í lagt. Glitnir hefur almennt spáð betur um hagnað Kaupþings en Landsbankinn sem hefur alltaf verið mun hófstilltari í væntingum sínum. Landsbankinn missteig sig í túlkun á Citigroup og taldi þá meta Kaupþing þannig að gengið eftir 12 mánuði væri um og yfir 1000 kr. á hlut. Raunin er hins vegar sú að það er mat Citigroup að slíkt sé núverandi virði hluta í bankanum. Glitnir og Citigroup eru því algjörlega samstíga í mati sínu á bankanum. Fleiri misstigKaupþing hefur goldið stærðar sinnar í umræðunni og er í uppáhaldi þeirra sem af einhverjum sökum telja sig eiga bönkunum skuld að gjalda. Þannig hefur gengið póstur manna á milli þar sem gert er grín að auglýsingum Kaupþings og þeim snúið upp á grátandi viðskiptavini sem skulda á háum vöxtum í bankanum. Menn hafa skemmt sér yfir þessum brandara, enda vel útfærður. Svo brá við að hópur fólks víða um samfélagið fékk sendan slíkan póst frá starfsmanni Íbúðalánasjóðs sem er þekktur af öðru en kærleika til Kaupþings. Ekki var öllum jafn skemmt við sendinguna og skömmu síðar barst annar póstur þar sem beðist var velvirðingar á sendingunni og hún sögð hafa verið ætluð þremur vinum, en ekki tugum manna sem af ýmsum ástæðum eru í samkiptum við stofnunina.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira