Stjórn efnahagsmála í molum – ójöfnuður eykst 12. janúar 2007 05:00 Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil. Vöruskiptahallinn á fyrstu 11 mánuðum ársins 2006 nemur 123 milljörðum. Er það mun meiri halli en síðasta ár en þá var einnig methalli. En það er einmitt hinn mikli viðskiptahalli sem á stærsta þáttinn í því að erlend matsfyrirtæki á sviði fjármála hafa gagnrýnt stjórn íslenskra efnahagsmála undanfarið og gefið okkur lakari lánshæfiseinkunn en áður. Hefur þessi gagnrýni leitt til lækkunar íslensku krónunnar. Miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild og þar á meðal bankanna hafa einnig valdið gagnrýni erlendra matsstofnana. Ríkisstjórnin hefur gumað af góðri stjórn efnahagsmála en sannleikurinn er sá, að stjórn efnahagsmála er í molum og stöðugleiki enginn. Krónan er á stöðugu flökti og aukinn þrýstingur á að evra verði tekin upp. Skattar hækkaðir á launafólkiÁ sama tíma og við blasir að stjórn efnahagsmála hefur mistekist hefur misskipting og ójöfnuður stóraukist í þjóðfélaginu. Ójöfnuður er meiri hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og stefnir nú óðfluga í það að verða jafnmikill og í Bandaríkjunum, þar sem ójöfnuður er einna mestur. Ójöfnuður hefur aukist hér á landi jafnt og þétt frá 1995 og á sama tíma hefur skattakerfið orðið óréttlátara. Skattar hafa verið hækkaðir á fátækum og launafólki öllu eða á 90% skattgreiðenda en skattar hafa verið lækkaðir á hinum hæst launuðu. Fátækt hefur aukist í landinu undanfarin ár. Níðst á öldruðum og öryrkjumÁ tímabilinu frá 1995 hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum eins og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á launum sínum. Fram að þeim tíma var það lögbundið að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en þessi tengsl voru rofin. Tugir milljarða hafa verið hafðir af öldruðum og öryrkjum vegna þessarar breytingar. Alls hafa 40 milljarðar verið hafðir af öldruðum vegna þessa síðustu 11 árin. Það er réttlát krafa að ríkisstjórnin skili öldruðum þessum fjármunum. Ranglátt kvótakerfiÞað er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. En ekki síður er brýnt að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi. Kerfið hefur lagt byggðir landsins víða út um land í eyði. Í margri sjávarbyggð er sem sviðin jörð þar eð kvótar hafa verið fluttir á brott. Nokkrir stórir aðilar braska með kvóta og græða milljarða á braskinu. Þeir fengu kvótana fría í upphafi. Það er krafa almennings að þessu kerfi verði breytt og braskið stöðvað. Valdníðslan heldur áframEinkenni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ójöfnuður og misskipting. En valdníðslan hefur einnig sett mark sitt á þessa ríkisstjórn. Það er alltaf verið að veita vinum og vandamönnum embætti. En einnig hefur þessi ríkisstjórn stöðugt verið að misbeita valdi sínu. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um valdníðslu hvað eftir annað, nú síðast þegar Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var hrakinn úr embætti, sem hann var forsetaskipaður í og hafði gegnt með sóma. Einu sakir hans voru þær, að hann hafði aðrar sjórnmálaskoðanir en viðskiptaráðherrar Framsóknar. Ráðherrar Framsóknar þurftu ekki að hugsa um það hvað það kostaði ríkissjóð að hrekja Björn úr embætti. Þetta er hrein valdníðsla. Stjórnarskipti eru nauðsynNauðsynlegt er að koma ríkisstjórn misskiptingar og ójafnaðar frá næsta vor. Að því ber að stefna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Það er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um áramótin er ástæða til þess að líta yfir farinn veg og athuga stöðu stjórnmálanna, þegar skammt er til þingkosninga en þær eiga að fara fram í maí næsta vor. Það sem blasir við nú um áramótin er að vöruskiptahallinn er meiri en nokkru sinni fyrr og verðbólga mikil. Vöruskiptahallinn á fyrstu 11 mánuðum ársins 2006 nemur 123 milljörðum. Er það mun meiri halli en síðasta ár en þá var einnig methalli. En það er einmitt hinn mikli viðskiptahalli sem á stærsta þáttinn í því að erlend matsfyrirtæki á sviði fjármála hafa gagnrýnt stjórn íslenskra efnahagsmála undanfarið og gefið okkur lakari lánshæfiseinkunn en áður. Hefur þessi gagnrýni leitt til lækkunar íslensku krónunnar. Miklar erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild og þar á meðal bankanna hafa einnig valdið gagnrýni erlendra matsstofnana. Ríkisstjórnin hefur gumað af góðri stjórn efnahagsmála en sannleikurinn er sá, að stjórn efnahagsmála er í molum og stöðugleiki enginn. Krónan er á stöðugu flökti og aukinn þrýstingur á að evra verði tekin upp. Skattar hækkaðir á launafólkiÁ sama tíma og við blasir að stjórn efnahagsmála hefur mistekist hefur misskipting og ójöfnuður stóraukist í þjóðfélaginu. Ójöfnuður er meiri hér á landi en í nokkru hinna Norðurlandanna og stefnir nú óðfluga í það að verða jafnmikill og í Bandaríkjunum, þar sem ójöfnuður er einna mestur. Ójöfnuður hefur aukist hér á landi jafnt og þétt frá 1995 og á sama tíma hefur skattakerfið orðið óréttlátara. Skattar hafa verið hækkaðir á fátækum og launafólki öllu eða á 90% skattgreiðenda en skattar hafa verið lækkaðir á hinum hæst launuðu. Fátækt hefur aukist í landinu undanfarin ár. Níðst á öldruðum og öryrkjumÁ tímabilinu frá 1995 hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum eins og láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið á launum sínum. Fram að þeim tíma var það lögbundið að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk en þessi tengsl voru rofin. Tugir milljarða hafa verið hafðir af öldruðum og öryrkjum vegna þessarar breytingar. Alls hafa 40 milljarðar verið hafðir af öldruðum vegna þessa síðustu 11 árin. Það er réttlát krafa að ríkisstjórnin skili öldruðum þessum fjármunum. Ranglátt kvótakerfiÞað er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja. En ekki síður er brýnt að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi. Kerfið hefur lagt byggðir landsins víða út um land í eyði. Í margri sjávarbyggð er sem sviðin jörð þar eð kvótar hafa verið fluttir á brott. Nokkrir stórir aðilar braska með kvóta og græða milljarða á braskinu. Þeir fengu kvótana fría í upphafi. Það er krafa almennings að þessu kerfi verði breytt og braskið stöðvað. Valdníðslan heldur áframEinkenni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er ójöfnuður og misskipting. En valdníðslan hefur einnig sett mark sitt á þessa ríkisstjórn. Það er alltaf verið að veita vinum og vandamönnum embætti. En einnig hefur þessi ríkisstjórn stöðugt verið að misbeita valdi sínu. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um valdníðslu hvað eftir annað, nú síðast þegar Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var hrakinn úr embætti, sem hann var forsetaskipaður í og hafði gegnt með sóma. Einu sakir hans voru þær, að hann hafði aðrar sjórnmálaskoðanir en viðskiptaráðherrar Framsóknar. Ráðherrar Framsóknar þurftu ekki að hugsa um það hvað það kostaði ríkissjóð að hrekja Björn úr embætti. Þetta er hrein valdníðsla. Stjórnarskipti eru nauðsynNauðsynlegt er að koma ríkisstjórn misskiptingar og ójafnaðar frá næsta vor. Að því ber að stefna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Það er eitt brýnasta málið í dag að leiðrétta myndarlega kjör aldraðra og öryrkja.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun