Peningaskápurinn ... 12. janúar 2007 06:00 Storebrand er máliðNorska blaðið Dagens Næringsliv rifjaði upp spár nokkurra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa ráð um hvaða félög myndu gefa besta ávöxtun árið 2006. Einn þessara sérfræðinga var Jan Petter Sissener, hinn litríki forstjóri Kaupþings í Noregi, og kom hann ágætlega út í samanburði við aðra.Sá sem fór eftir ráðgjöf hans hefði fengið 141 þúsund krónur í ávöxtun af einni milljón króna eða 14,1 prósenta ávöxtun. Þau hlutabréf sem hann nefndi og hækkuðu mest voru annars vegar áburðarframleiðandinn Yara International og hins vegar fjármálafyrirtækið Storebrand sem hækkaði um 36 prósent árið 2006. Kann síðarnefnda félagið ekki að koma á óvart, enda líst stjórnendum Kaupþings vel á Storebrand og hafa fest kaup á níu prósenta hlut.Engan kynjakvóta, takk!Það er ekkert leyndarmál að hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er rýr hér á landi. Nýverið tóku frændur okkar Norðmenn í gildi lög sem fela það í sér að fjörutíu prósent stjórnarmanna skráðra fyrirtækja skuli vera konur. Hér spretta reglulega upp umræður um hvort við ættum að feta sama veg, enda þykir mörgum þokast allt of hægt í jafnréttisátt.Fylgismönnum lagasetningar á borð við þessa hefur því væntanlega orðið um og ó á námsstefnunni „Virkjum kraft kvenna“ á Hótel Nordica í gær, sem hátt í fjögur hundruð konur og heilir tuttugu karlar sóttu. Kjarnakonurnar fjórar sem tóku þátt í pallborðsumræðum, þær Elín Sigfúsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Hrönn Greipsdóttir og Steinunn Þórðardóttir, lýstu sig nefnilega mótfallnar slíkum lögum. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Storebrand er máliðNorska blaðið Dagens Næringsliv rifjaði upp spár nokkurra sérfræðinga sem fengnir voru til að gefa ráð um hvaða félög myndu gefa besta ávöxtun árið 2006. Einn þessara sérfræðinga var Jan Petter Sissener, hinn litríki forstjóri Kaupþings í Noregi, og kom hann ágætlega út í samanburði við aðra.Sá sem fór eftir ráðgjöf hans hefði fengið 141 þúsund krónur í ávöxtun af einni milljón króna eða 14,1 prósenta ávöxtun. Þau hlutabréf sem hann nefndi og hækkuðu mest voru annars vegar áburðarframleiðandinn Yara International og hins vegar fjármálafyrirtækið Storebrand sem hækkaði um 36 prósent árið 2006. Kann síðarnefnda félagið ekki að koma á óvart, enda líst stjórnendum Kaupþings vel á Storebrand og hafa fest kaup á níu prósenta hlut.Engan kynjakvóta, takk!Það er ekkert leyndarmál að hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er rýr hér á landi. Nýverið tóku frændur okkar Norðmenn í gildi lög sem fela það í sér að fjörutíu prósent stjórnarmanna skráðra fyrirtækja skuli vera konur. Hér spretta reglulega upp umræður um hvort við ættum að feta sama veg, enda þykir mörgum þokast allt of hægt í jafnréttisátt.Fylgismönnum lagasetningar á borð við þessa hefur því væntanlega orðið um og ó á námsstefnunni „Virkjum kraft kvenna“ á Hótel Nordica í gær, sem hátt í fjögur hundruð konur og heilir tuttugu karlar sóttu. Kjarnakonurnar fjórar sem tóku þátt í pallborðsumræðum, þær Elín Sigfúsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Hrönn Greipsdóttir og Steinunn Þórðardóttir, lýstu sig nefnilega mótfallnar slíkum lögum.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira