Krónan er steri 17. janúar 2007 09:33 Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. Flugeldasýning hagkerfisins heldur áfram. Bæði er ríkið slappt í hagstjórn og þá ekki síður sveitarfélögin, en þar er mallað á yfirdrættinum endalaust. Svo munu rísa álver úti um allar koppagrundir og sjá til þess að þenslan verði alveg botnlaus. Maður verður í vaxtaveislu hjá Seðlabankanum alveg til 2011 ef að líkum lætur. Þá verð ég reyndar orðinn svo ríkur að það verður alveg hætt að skipta máli hvar ég fjárfesti. Lágir vextir af dreifðu eignasafni munu sjá mér fyrir lífeyri sem dugar fyrir nauðþurftum míns hófstillta lífsstíls. Sá hófstillti lífsstíll er reyndar þannig að ég lifi betra lífi en Loðvík 14. á sínum tíma, reyndar með færri þjóna. Þjónustan er hins vegar úti um allt og ég þarf ekki að hafa sömu áhyggjur af starfsmannahaldi og kallinn. Það veit líka enginn hver ég er svo það dregur úr líkum á að maður verði afhausaður. Eina áhyggjuefnið núna er hvernig krónan á eftir að haga sér. Eins og róni kemur óorði á vín, þá kemur krónan óorði á markaðinn hér heima. Krónan var algjör bjargvættur í þenslunni núna. Það að hafa haft krónu undanfarin ár er eins og að vera á sterum. Maður blæs út og verður vöðvastæltur ef maður æfir. Þannig hefur efnahagslífið verið. Sterk króna hefur verið nýtt til erlendra fjárfestinga og ódýrt erlent lánsfé stutt við útrásina. Sterar eru ekki án aukaverkana. Fyrst verður maður rámur, geðstirður með sístöðu sem er reyndar ekki alslæmt. Síðan taka við alvarlegri aukaverkanir. Maður verður ljótur og bólugrafinn og eistun rýrna. Þá tekur pattstaða við a sístöðunni. Það er ekki gott ástand og langt því frá eftirsóknarvert. Galdurinn er að hætta leik þá hæst hann stendur og þá nýtur maður ávaxtanna af vextinum og sleppur við verstu aukaverkanirnar. Menn þurfa því að fara að hugsa út fyrir það tímabil þegar stærstu stóriðjufjárfestingarnar eru að baki. Skynsamlegast er náttúrlega að borða hollt fæði, reyna hæfilega á sig og vera í toppformi á öllum sviðum. Maður verður ekki eins hrikalegt vöðvabúnt fyrir vikið, en miklu þægilegri í umgengni og líður svo miklu betur og endist miklu betur. Það er nefnilega betra að vera heilbrigður en stór. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana. Flugeldasýning hagkerfisins heldur áfram. Bæði er ríkið slappt í hagstjórn og þá ekki síður sveitarfélögin, en þar er mallað á yfirdrættinum endalaust. Svo munu rísa álver úti um allar koppagrundir og sjá til þess að þenslan verði alveg botnlaus. Maður verður í vaxtaveislu hjá Seðlabankanum alveg til 2011 ef að líkum lætur. Þá verð ég reyndar orðinn svo ríkur að það verður alveg hætt að skipta máli hvar ég fjárfesti. Lágir vextir af dreifðu eignasafni munu sjá mér fyrir lífeyri sem dugar fyrir nauðþurftum míns hófstillta lífsstíls. Sá hófstillti lífsstíll er reyndar þannig að ég lifi betra lífi en Loðvík 14. á sínum tíma, reyndar með færri þjóna. Þjónustan er hins vegar úti um allt og ég þarf ekki að hafa sömu áhyggjur af starfsmannahaldi og kallinn. Það veit líka enginn hver ég er svo það dregur úr líkum á að maður verði afhausaður. Eina áhyggjuefnið núna er hvernig krónan á eftir að haga sér. Eins og róni kemur óorði á vín, þá kemur krónan óorði á markaðinn hér heima. Krónan var algjör bjargvættur í þenslunni núna. Það að hafa haft krónu undanfarin ár er eins og að vera á sterum. Maður blæs út og verður vöðvastæltur ef maður æfir. Þannig hefur efnahagslífið verið. Sterk króna hefur verið nýtt til erlendra fjárfestinga og ódýrt erlent lánsfé stutt við útrásina. Sterar eru ekki án aukaverkana. Fyrst verður maður rámur, geðstirður með sístöðu sem er reyndar ekki alslæmt. Síðan taka við alvarlegri aukaverkanir. Maður verður ljótur og bólugrafinn og eistun rýrna. Þá tekur pattstaða við a sístöðunni. Það er ekki gott ástand og langt því frá eftirsóknarvert. Galdurinn er að hætta leik þá hæst hann stendur og þá nýtur maður ávaxtanna af vextinum og sleppur við verstu aukaverkanirnar. Menn þurfa því að fara að hugsa út fyrir það tímabil þegar stærstu stóriðjufjárfestingarnar eru að baki. Skynsamlegast er náttúrlega að borða hollt fæði, reyna hæfilega á sig og vera í toppformi á öllum sviðum. Maður verður ekki eins hrikalegt vöðvabúnt fyrir vikið, en miklu þægilegri í umgengni og líður svo miklu betur og endist miklu betur. Það er nefnilega betra að vera heilbrigður en stór. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira