Félagsþjónusta auðmanna 24. janúar 2007 05:30 Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Vinur Aurasálarinnar er mjög ánægður með þjónustu bankanna og þá sérstaklega félagsþjónustu þeirra. Þeir hafa raunar séð honum algjörlega fyrir félagslífi síðustu árin, eða alveg síðan hann hætti að borga yfirdrátt og byrjaði að innheimta vexti af innlánum sínum, fékk Platínumkort og byrjaði að sýsla með verðbréf. En það eru ekki bara bankarnir sem bjóða upp á félagslíf því auðmennirnir eru líka duglegir við að bjóða hver öðrum í veglegar veislur, gjarnan fyrir milligöngu almenningshlutafélaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Nú síðast var vini Aurasálarinnar boðið í afmæli hjá framsóknarmanni. Sú var tíðin að framsóknarmenn létu sér nægja að bjóða upp á nokkrar brennivínsflöskur á ráðherraverði og fengu Geirmund Valtýsson til að taka nokkra slagara. En það er liðin tíð. Nú getur hin nýja kynslóð framsóknarmanna boðið mönnum upp á ógleymanlegar veislur. Einn auðmaður bauð um daginn upp á emúaegg í forrétt, kengúrukjöt í aðalrétt (kengúrurnar voru fluttar lifandi til landsins með einkaþotu auðmannsins) og ekvadórskt eðalsúkkulaði í eftirrétt, borið fram á bráðnu gullbeði. Annar, ekki minni auðmaður, bauð í einni veislu upp á smjörsteikta fálkavængi í forrétt, kryddlegin ljónshjörtu í aðalrétt og Antarktíku-vanilluís í eftirrétt, en ísinn var kældur með sérinnfluttri ísbreiðu úr Weddelhafi. Auðmaðurinn sem vinur Aurasálarinnar fór í afmæli til um helgina var ákaflega rausnalegur á afmælisdaginn. Hann gaf milljarð til góðgerðarmála – og meira að segja Aurasálin á erfitt með að pirrast út í það. Sá hinn sami sannaði hins vegar að allur heimsins peningur getur ekki keypt góðan smekk á tónlist. Markaðir Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Vinur Aurasálarinnar er mjög ánægður með þjónustu bankanna og þá sérstaklega félagsþjónustu þeirra. Þeir hafa raunar séð honum algjörlega fyrir félagslífi síðustu árin, eða alveg síðan hann hætti að borga yfirdrátt og byrjaði að innheimta vexti af innlánum sínum, fékk Platínumkort og byrjaði að sýsla með verðbréf. En það eru ekki bara bankarnir sem bjóða upp á félagslíf því auðmennirnir eru líka duglegir við að bjóða hver öðrum í veglegar veislur, gjarnan fyrir milligöngu almenningshlutafélaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Nú síðast var vini Aurasálarinnar boðið í afmæli hjá framsóknarmanni. Sú var tíðin að framsóknarmenn létu sér nægja að bjóða upp á nokkrar brennivínsflöskur á ráðherraverði og fengu Geirmund Valtýsson til að taka nokkra slagara. En það er liðin tíð. Nú getur hin nýja kynslóð framsóknarmanna boðið mönnum upp á ógleymanlegar veislur. Einn auðmaður bauð um daginn upp á emúaegg í forrétt, kengúrukjöt í aðalrétt (kengúrurnar voru fluttar lifandi til landsins með einkaþotu auðmannsins) og ekvadórskt eðalsúkkulaði í eftirrétt, borið fram á bráðnu gullbeði. Annar, ekki minni auðmaður, bauð í einni veislu upp á smjörsteikta fálkavængi í forrétt, kryddlegin ljónshjörtu í aðalrétt og Antarktíku-vanilluís í eftirrétt, en ísinn var kældur með sérinnfluttri ísbreiðu úr Weddelhafi. Auðmaðurinn sem vinur Aurasálarinnar fór í afmæli til um helgina var ákaflega rausnalegur á afmælisdaginn. Hann gaf milljarð til góðgerðarmála – og meira að segja Aurasálin á erfitt með að pirrast út í það. Sá hinn sami sannaði hins vegar að allur heimsins peningur getur ekki keypt góðan smekk á tónlist.
Markaðir Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira