Söngvamyndin Dreamgirls hlaut átta tilnefningar til óskarsverðlaunanna en var ekki tilnefnd sem besta myndin. Babel kom næst á eftir með sjö tilnefningar.
Talið var að Dreamgirls, sem hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta söngva-eða gamanmyndin, yrði líkleg til að verða valin besta myndin en hún hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar. Þess í stað voru Babel, The Departed, Little Miss Sunshine, The Queen og stríðsmynd Clint Eastwood, Letters From Iwo Jima, tilnefndar sem bestu myndirnar.
Withaker og DiCaprio á blaði
Martin Scorsese, sem margir vilja að hljóti óskarinn í fyrsta sinn í ár, var tilefndur fyrir The Deparded. Auk hans var Clint Eastwood tilnefndur fyrir Letters From Iwo Jima, Stephen Frears fyrir The Queen, Paul Greengrass fyrir United 93 og Alejandro Gonzales Inarritu fyrir Babel. Dönsk mynd tilnefndDanska myndin Efter Brylluppet var tilnefnd sem besta erlenda myndin. Mun hún etja kappi við Indigenes frá Alsír, El Elaberinto del Fauno frá Mexíkó, Das Leben der Anderen frá Þýskalandi og Water frá Kanada.
Athygli vekur að gamanmyndin Borat, sem sló rækilega í gegn á síðasta ári, var tilnefnd fyrir besta handritið sem er byggt á áður birtu efni. Óskarsverðlaunin verða afhent 25. febrúar í Los Angeles.