Hið smávægilega 16. febrúar 2007 06:00 „Næstum því ekki neitt, það er ekki ekki neitt" er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Nýlistasafninu á morgun í tengslum við franska menningarvorið - Pourquoi pas? Að frumkvæði sendiráðsins var ákveðið að setja upp sýningu og tengjast galleríi sem fatahönnuðurinn og framleiðandinn Agnes B eða agnes b setti af stað fyrir tveimur áratugum rúmum í Frakklandi. Í gegnum það gallerí var Serge Comte kallaður til samstarfs en hann er sýningarstjóri verkefnisins. Hann hefur búið hér á landi um langt skeið og átt á sama tíma feril sem myndlistarmaður í Frakklandi. Serge sagðist hafa viljað nota verk sem franski hugsuðurinn og myndlistarmaðurinn Robert Filliou vann hér á landi í samstarfi við Joachim Pfeufer og nemendur í Handíða- og myndlistaskólanum á sínum tíma 1978. Einn nemenda Filliou kemur að uppsetningu þess, Ingólfur Arnarsson prófessor við Listaháskólann. Serge sagði synd að í geymslum Nýlistasafnsins væri margt skemmtilegt og væri raunar yfirskrift sýningarinnar sótt í grunnhugmyndina að verki Filliou og félaga: Poipoidrome. Ætlun sýningarinnar er að afhjúpa svo ekki verður um villst hversu lifandi og öflug hin stöðuga sköpun, sem franska kenningasmiðnum Filliou var svo kær, er, en hann er einn höfuðmeistari Fluxus-hreyfingarinnar. Kenningar þessa hóps hafa haft gríðarleg áhrif á íslenska myndlist: frá Dieter Roth í gegnum Magnús Pálsson, á Súmmara og slektið kringum Suðurgötu 7 og allt til okkar daga. Kringum verkið munu tólf þekktir franskir myndlistarmenn bregða á leik og koma þannig hugmyndinni um „République Géniale" („Snilldarlega lýðveldið") enn lengra: Serge sagði þau upptekin af hugsuninni um hið smálega og hljóða, samtíninginn og endurnotun, það sem maður hirðir og notar. Það er stór hópur sem kemur að sýningunni: sum verkin verða unnin beint á veggina á Laugaveginum, tvö videóverk í stöðugri sýningu, búið verður borð með verkum og gólfin standa myndlistarmönnum til reiðu. Allt á að vera handhægt. Samsýning af þessu tagi er í bland sett saman á staðnum, spunnin úr fáanlegum efnum og í tengslum við rýmið. Sýningin snýst ekki um að fylla rýmið af verkum, heldur að horfast í augu við listsköpunina, í sinni nöktustu mynd, og brosa til hennar, eða ekki. „Að gera næstum því ekki neitt, það er það sem listamennirnir gera," hefði Filliou getað sagt. - pbb Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Næstum því ekki neitt, það er ekki ekki neitt" er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Nýlistasafninu á morgun í tengslum við franska menningarvorið - Pourquoi pas? Að frumkvæði sendiráðsins var ákveðið að setja upp sýningu og tengjast galleríi sem fatahönnuðurinn og framleiðandinn Agnes B eða agnes b setti af stað fyrir tveimur áratugum rúmum í Frakklandi. Í gegnum það gallerí var Serge Comte kallaður til samstarfs en hann er sýningarstjóri verkefnisins. Hann hefur búið hér á landi um langt skeið og átt á sama tíma feril sem myndlistarmaður í Frakklandi. Serge sagðist hafa viljað nota verk sem franski hugsuðurinn og myndlistarmaðurinn Robert Filliou vann hér á landi í samstarfi við Joachim Pfeufer og nemendur í Handíða- og myndlistaskólanum á sínum tíma 1978. Einn nemenda Filliou kemur að uppsetningu þess, Ingólfur Arnarsson prófessor við Listaháskólann. Serge sagði synd að í geymslum Nýlistasafnsins væri margt skemmtilegt og væri raunar yfirskrift sýningarinnar sótt í grunnhugmyndina að verki Filliou og félaga: Poipoidrome. Ætlun sýningarinnar er að afhjúpa svo ekki verður um villst hversu lifandi og öflug hin stöðuga sköpun, sem franska kenningasmiðnum Filliou var svo kær, er, en hann er einn höfuðmeistari Fluxus-hreyfingarinnar. Kenningar þessa hóps hafa haft gríðarleg áhrif á íslenska myndlist: frá Dieter Roth í gegnum Magnús Pálsson, á Súmmara og slektið kringum Suðurgötu 7 og allt til okkar daga. Kringum verkið munu tólf þekktir franskir myndlistarmenn bregða á leik og koma þannig hugmyndinni um „République Géniale" („Snilldarlega lýðveldið") enn lengra: Serge sagði þau upptekin af hugsuninni um hið smálega og hljóða, samtíninginn og endurnotun, það sem maður hirðir og notar. Það er stór hópur sem kemur að sýningunni: sum verkin verða unnin beint á veggina á Laugaveginum, tvö videóverk í stöðugri sýningu, búið verður borð með verkum og gólfin standa myndlistarmönnum til reiðu. Allt á að vera handhægt. Samsýning af þessu tagi er í bland sett saman á staðnum, spunnin úr fáanlegum efnum og í tengslum við rýmið. Sýningin snýst ekki um að fylla rýmið af verkum, heldur að horfast í augu við listsköpunina, í sinni nöktustu mynd, og brosa til hennar, eða ekki. „Að gera næstum því ekki neitt, það er það sem listamennirnir gera," hefði Filliou getað sagt. - pbb
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið