Hlakkar til að hitta gestina 17. mars 2007 06:00 Védís Kara Ólafsdóttir hlakkar mest til að hitta allt fólkið sem ætlar að fagna fermingunni með henni í vor. Fréttablaðið/Valli Fermingarundirbúningurinn hjá Védísi Köru Ólafsdóttur hófst síðastliðið haust með messusókn og fermingarfræðslu og hefur undirbúningurinn að veisluhöldunum sjálfum staðið yfir í svipaðan tíma. „Mamma byrjaði löngu fyrir jól í veisluundirbúningi en ég byrjaði nú bara að pæla í þessu fyrir um viku síðan,“ segir Védís sem fermist í Árbæjarkirkju hinn 5. apríl næstkomandi. Fermingarfræðslan er að sögn Védísar ekki í mestu uppáhaldi hjá krökkunum. „Við þurfum að sækja tíu messur fram að fermingu og það er svolítið leiðinlegt,“ segir Védís Kara sem þó segist ekki vita af neinum sem ekki ætlar að láta ferma sig og hjá henni kom aldrei annað til greina. „Við frændsystkinin höfum fermst hvert á eftir öðru og nú er röðin komin að mér svo ég gat ekki slitið þessa keðju.“ Kjóllinn sem Védís fermist í er hvítur með silfruðum blómum og verður hún í stíl við vinkonurnar Heiðdísi og Ólöfu sem fermast með henni. „Við verðum allar í eins kjólum og allar með appelsínugult þema í veislunni,“ segir Védís brosandi og segir litinn upprunninn af heimasíðu vinkvennanna. Védís er þó einnig með rautt þema en hún fær tvær veislur sama dag, eina hjá mömmu og hina hjá pabba. Aðspurð segir Védís Kara flest fermingarsystkinin meira spennt fyrir gjöfunum frekar en trúarlegri hlið fermingarinnar en sjálf er henni eiginlega alveg sama um gjafir. „Ég er kannski svolítið skrítin því mér er eiginlega alveg sama hvað ég fæ í fermingargjöf. Ég er mest spennt fyrir að hitta allt fólkið sem kemur til að fagna fermingunni með mér,“ segir Védís Kara. Fermingar Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Fermingarundirbúningurinn hjá Védísi Köru Ólafsdóttur hófst síðastliðið haust með messusókn og fermingarfræðslu og hefur undirbúningurinn að veisluhöldunum sjálfum staðið yfir í svipaðan tíma. „Mamma byrjaði löngu fyrir jól í veisluundirbúningi en ég byrjaði nú bara að pæla í þessu fyrir um viku síðan,“ segir Védís sem fermist í Árbæjarkirkju hinn 5. apríl næstkomandi. Fermingarfræðslan er að sögn Védísar ekki í mestu uppáhaldi hjá krökkunum. „Við þurfum að sækja tíu messur fram að fermingu og það er svolítið leiðinlegt,“ segir Védís Kara sem þó segist ekki vita af neinum sem ekki ætlar að láta ferma sig og hjá henni kom aldrei annað til greina. „Við frændsystkinin höfum fermst hvert á eftir öðru og nú er röðin komin að mér svo ég gat ekki slitið þessa keðju.“ Kjóllinn sem Védís fermist í er hvítur með silfruðum blómum og verður hún í stíl við vinkonurnar Heiðdísi og Ólöfu sem fermast með henni. „Við verðum allar í eins kjólum og allar með appelsínugult þema í veislunni,“ segir Védís brosandi og segir litinn upprunninn af heimasíðu vinkvennanna. Védís er þó einnig með rautt þema en hún fær tvær veislur sama dag, eina hjá mömmu og hina hjá pabba. Aðspurð segir Védís Kara flest fermingarsystkinin meira spennt fyrir gjöfunum frekar en trúarlegri hlið fermingarinnar en sjálf er henni eiginlega alveg sama um gjafir. „Ég er kannski svolítið skrítin því mér er eiginlega alveg sama hvað ég fæ í fermingargjöf. Ég er mest spennt fyrir að hitta allt fólkið sem kemur til að fagna fermingunni með mér,“ segir Védís Kara.
Fermingar Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning