Breyttist í litla konu 17. mars 2007 06:00 Mjöll Hólm. „Ég átti mjög skemmtilegan dag," segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening." Að sögn Mjallar hafði móðir hennar upphaflega reynt að fá eldri systur hennar til að fermast ári seinna. Þar sem hún reyndist ekki tilbúin til samningaviðræðna, var Mjöll þá spurð hvort hún gæti hugsað sér að fermast einu ári fyrr. Sú stutta var ekki lengi að hugsa sig um og sló til þar sem hún vildi ólm komast í fullorðinna manna tölu. „Ég átti samt ekki von á því að fermingunni fylgdu jafn mikil viðbrigði og raun bar vitni," segir Mjöll. „Í þá daga þótti nefnilega eðlilegt að fermdar stúlkur klæddust óttalegum kerlingarfatnaði eins og þá var mikið í tísku, þannig að ég vissi ekki fyrr en ég var allt í einu komin í hryllilega hallærislegan kjól og skó í stíl. Svo var ég send í lagningu, sem kórónaði allt saman, og var allt í einu orðin að lítilli konu." Hún hlær við tilhugsunina. Mjöll segir fermingarveisluna hafa heppnast vel. Móðir hennar hélt veglegt kökuboð þar sem fullt var út af dyrum af vinkonum þeirra systra. „Dagurinn var mjög góður. Ég verð samt að viðurkenna að mér leið hálfundarlega. Sérstaklega þegar ég fór í skólann daginn eftir vitandi að hinir krakkarnir væru ekki búnir að fermast. Ætli þeim hafi ekki fundist jafn skrítið að fá þessa litlu konu til baka. Fermingar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
„Ég átti mjög skemmtilegan dag," segir Mjöll Hólm söngkona þegar hún rifjar upp fermingardaginn. „Ég fermdist reyndar ári á undan heldur en venja er, þar sem mamma ákvað að sameina fermingu okkar systranna. Hún var nefnilega einstæð níu barna móðir og vildi með þessu móti spara pening." Að sögn Mjallar hafði móðir hennar upphaflega reynt að fá eldri systur hennar til að fermast ári seinna. Þar sem hún reyndist ekki tilbúin til samningaviðræðna, var Mjöll þá spurð hvort hún gæti hugsað sér að fermast einu ári fyrr. Sú stutta var ekki lengi að hugsa sig um og sló til þar sem hún vildi ólm komast í fullorðinna manna tölu. „Ég átti samt ekki von á því að fermingunni fylgdu jafn mikil viðbrigði og raun bar vitni," segir Mjöll. „Í þá daga þótti nefnilega eðlilegt að fermdar stúlkur klæddust óttalegum kerlingarfatnaði eins og þá var mikið í tísku, þannig að ég vissi ekki fyrr en ég var allt í einu komin í hryllilega hallærislegan kjól og skó í stíl. Svo var ég send í lagningu, sem kórónaði allt saman, og var allt í einu orðin að lítilli konu." Hún hlær við tilhugsunina. Mjöll segir fermingarveisluna hafa heppnast vel. Móðir hennar hélt veglegt kökuboð þar sem fullt var út af dyrum af vinkonum þeirra systra. „Dagurinn var mjög góður. Ég verð samt að viðurkenna að mér leið hálfundarlega. Sérstaklega þegar ég fór í skólann daginn eftir vitandi að hinir krakkarnir væru ekki búnir að fermast. Ætli þeim hafi ekki fundist jafn skrítið að fá þessa litlu konu til baka.
Fermingar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira