Miðja viðskiptalífsins verður í Shanghai 21. mars 2007 00:01 Á milli þess sem MBA-hópurinn frá HÍ og fylgdarlið hlustaði á fyrirlestra og heimsótti fyrirtæki, skoðaði hópurinn helstu merkisstaði á viðkomustöðum í ferðinni. Hér er hópurinn á Kínamúrnum og sumir búnir að fjárfesta í loðhúfum. MBA-hópurinn undir forystu prófessoranna Ingjalds Hannibalssonar og Runólfs Smára Steingrímssonar heimsótti fjórar borgir í Kína, höfuðborgina Peking, iðnaðarborgina Baoding, hafnarborgina Ningbo og síðast en ekki síst skýjaklúfaborgina Shanghai, þar sem nýir turnar skjótast upp með undraverðum hraða og frumstæður landbúnaður hefur orðið að víkja fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum og kínverskum. Í ferðinnni naut hópurinn fyrirgreiðslu og gestrisni Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra og starfsliðs hans. „Tilgangur svona ferðar er að gefa nemendum tækifæri til að sjá fyrirtæki í framandi landi - landi þar sem er mikið að gerast, þar sem hagvöxtur er mikill og þar sem mikið er um erlenda fjárfestingu," sagði Runólfur Smári Steingrímsson, prófessor og forstöðumaður MBA-námsins í HÍ, í viðtali við Markaðinn undir lok ferðarinnar. „Þarna fá nemendur að upplifa stjórnendur í þessum fyrirtækjum og sjá það sem er að gerast." Hann sagði enn fremur: „Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og ég er ekki í vafa um það að ferð eins og þessi kemur þeim að notum nú á lokaspretti námsins. Þau fá nýjar hugmyndir fyrir lokaverkefnin sem eru nú á næstunni og ferðin hjálpar til við námið og skiptir miklu."Leiksvæðið er heimurinn allurÞetta er í annað skiptið sem MBA-nemar frá HÍ fara í fræðslu og kynnisferð til Kína, en áður hafa þeir farið til Japans, Indónesíu og Malasíu í Asíu. Ingjaldur Hannibalsson prófessor var aðalfararstjóri í ferðinni í síðustu viku.„Svona ferðir víkka sjóndeildarhringinn og sannfæra nemendur um það að þeirra leiksvæði er heimurinn allur. Það er ekki bara Ísland, Evrópa, og Norður-Ameríka - það er allur heimurinn. Ég er alveg viss um að mörg í þessum hópi eiga eftir að eiga viðskipti við Asíu, hvernig svo sem formið á viðskiptunum verður. Þau eru búin að sjá það í þessari ferð að þetta er mögulegt og alls ekki svo fjarlægt. Ég held því að ferðir eins og þessar hafi veruleg áhrif á hugarfarið, og það skiptir mestu máli að minnka heiminn í hugum nemendanna."Fyrir ári var svipuð ferð farin, en nú heimsótti hópurinn þrjú íslensk fyrirtæki sem ekki voru með skrifstofur í Shanghai í fyrra. Þetta er tölvuleikjafyrirtækið CCP og útibú Össurar og Glitnis.„Ég er sannfærður um það að að ári liðnu verða þau kannski orðin sex," segir Ingjaldur. „Það er alveg ljóst að íslensk fyrirtæki hafa mjög mikinn áhuga á Kínamarkaðnum og ég held í raun og veru að fyrirtæki sem vilja starfa á alþjóðlegum markaði hafi ekki efni á að horfa fram hjá Kína, þau verða að vera þar. Þau verða að miða sína stefnu við það að miðja viðskiptalífsins er að flytjast frá Atlantshafinu til Kyrrahafs og miðjan verður í Kína og þar er miðjan Shanghai."Kínverjar kaupa vestræn fyrirtækiEitt þeirra fyrirtækja sem MBA-hópurinn heimsótti var Lenovo í Peking. Það er fyrirtækið sem keypti smátölvudeild IBM í Bandaríkjunum á sínum tíma og vakti mikla athygli. Meðan á Kínadvölinni stóð var tilkynnt að Kínverjar væru að kaupa bresku MG-bílaverksmiðjurnar og ætluðu að hefja framleiðslu á hinum þekktu gömlu MG-bílum í Kína.Hvernig sér Runólfur Smári Steingrímsson prófessor þessa þróun fyrir sér?„Ég er ekki í vafa um það að bæði stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja á Vesturlöndum fylgjast vel með því sem er að gerast í Kína og mörg fyrirtæki eru að fara yfir til Kína til að fá ný tækifæri og nýta sér vinnuafl sem kostar minna. Um leið þá held ég að fyrirtæki á Vesturlöndum séu að svara með öðrum hætti, og þá á ég við að ég tel ekki að þau séu að tapa í samkeppninni, heldur að hún breytist."Kínverja vantar vörumerkiEfnahagsvöxturinn í Kína er ævintýralegur og það á ekki síst við um Shanghai sem gefur vel af sér í þjóðarbúið þar í landi.En hvernig sér Ingjaldur þróunina fyrir sér: „Kínverjar eiga eftir að kaupa mörg vestræn fyrirtæki, og þeir fjárfesta mikið erlendis. Þeir fjármagna fjárlagahalla Bandaríkjanna. Þegar maður horfir á það sem er að gerast, þá er það að verulegu leyti vegna starfsemi erlendra fyrirtækja. Útflutningurinn frá Kína er að verulegu leyti vegna útflutnings dótturfyrirtækja evrópskra og bandarískra fyrirtækja sem hafa ákveðið að flytja sína starfsemi til Kína. Þannig að þau eru að bæta sína samkeppnisstöðu á sínum heimamörkuðum með því að stofna útibú, og nýta sér þá möguleika sem Kína býður upp á. Það er líka athyglisvert að það er offramboð á vel menntuðu fólki í Kína, þannig að þarna er ekki einungis um að ræða aðgang að ódýru ómenntuðu vinnuafli.Þarna er möguleiki á að fá menntað vinnuafl á hagstæðu verði og það er t.d. það sem Össur er að gera í Kína. Þeir eru ekki að leita eftir því ódýrasta heldur að byggja þarna upp hátæknihóp með mjög vel menntuðum Kínverjum sem eiga að vera í fararbroddi fyrir þróun þeirra á næstu árum. Kína er því allt öðruvísi en mörg lönd sem hafa verið að laða til sín erlend fyrirtæki einungis vegna lítils tilkostnaðar," segir Ingjaldur og bætir síðan við:„Kínverjarnir verða að fá vörumerki. Vandi þeirra er að þeir hafa ekki virt höfundarrétt mjög mikils og gert sér grein fyrir því að ef þeir eiga að fá hátt verð fyrir sínar vörur á vestrænum mörkuðum, þá verða þeir að eiga vörumerki. Þeir eru núna þess vegna byrjaðir að kaupa upp vörumerki, þannig að þeirra afurðir „Made in China" eða „Designed in China" eða hvernig sem þeir merkja vörur sínar, séu þannig á markaðnum að neytendur séu tilbúnir að borga hærra verð." Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
MBA-hópurinn undir forystu prófessoranna Ingjalds Hannibalssonar og Runólfs Smára Steingrímssonar heimsótti fjórar borgir í Kína, höfuðborgina Peking, iðnaðarborgina Baoding, hafnarborgina Ningbo og síðast en ekki síst skýjaklúfaborgina Shanghai, þar sem nýir turnar skjótast upp með undraverðum hraða og frumstæður landbúnaður hefur orðið að víkja fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum og kínverskum. Í ferðinnni naut hópurinn fyrirgreiðslu og gestrisni Gunnars Snorra Gunnarssonar sendiherra og starfsliðs hans. „Tilgangur svona ferðar er að gefa nemendum tækifæri til að sjá fyrirtæki í framandi landi - landi þar sem er mikið að gerast, þar sem hagvöxtur er mikill og þar sem mikið er um erlenda fjárfestingu," sagði Runólfur Smári Steingrímsson, prófessor og forstöðumaður MBA-námsins í HÍ, í viðtali við Markaðinn undir lok ferðarinnar. „Þarna fá nemendur að upplifa stjórnendur í þessum fyrirtækjum og sjá það sem er að gerast." Hann sagði enn fremur: „Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og ég er ekki í vafa um það að ferð eins og þessi kemur þeim að notum nú á lokaspretti námsins. Þau fá nýjar hugmyndir fyrir lokaverkefnin sem eru nú á næstunni og ferðin hjálpar til við námið og skiptir miklu."Leiksvæðið er heimurinn allurÞetta er í annað skiptið sem MBA-nemar frá HÍ fara í fræðslu og kynnisferð til Kína, en áður hafa þeir farið til Japans, Indónesíu og Malasíu í Asíu. Ingjaldur Hannibalsson prófessor var aðalfararstjóri í ferðinni í síðustu viku.„Svona ferðir víkka sjóndeildarhringinn og sannfæra nemendur um það að þeirra leiksvæði er heimurinn allur. Það er ekki bara Ísland, Evrópa, og Norður-Ameríka - það er allur heimurinn. Ég er alveg viss um að mörg í þessum hópi eiga eftir að eiga viðskipti við Asíu, hvernig svo sem formið á viðskiptunum verður. Þau eru búin að sjá það í þessari ferð að þetta er mögulegt og alls ekki svo fjarlægt. Ég held því að ferðir eins og þessar hafi veruleg áhrif á hugarfarið, og það skiptir mestu máli að minnka heiminn í hugum nemendanna."Fyrir ári var svipuð ferð farin, en nú heimsótti hópurinn þrjú íslensk fyrirtæki sem ekki voru með skrifstofur í Shanghai í fyrra. Þetta er tölvuleikjafyrirtækið CCP og útibú Össurar og Glitnis.„Ég er sannfærður um það að að ári liðnu verða þau kannski orðin sex," segir Ingjaldur. „Það er alveg ljóst að íslensk fyrirtæki hafa mjög mikinn áhuga á Kínamarkaðnum og ég held í raun og veru að fyrirtæki sem vilja starfa á alþjóðlegum markaði hafi ekki efni á að horfa fram hjá Kína, þau verða að vera þar. Þau verða að miða sína stefnu við það að miðja viðskiptalífsins er að flytjast frá Atlantshafinu til Kyrrahafs og miðjan verður í Kína og þar er miðjan Shanghai."Kínverjar kaupa vestræn fyrirtækiEitt þeirra fyrirtækja sem MBA-hópurinn heimsótti var Lenovo í Peking. Það er fyrirtækið sem keypti smátölvudeild IBM í Bandaríkjunum á sínum tíma og vakti mikla athygli. Meðan á Kínadvölinni stóð var tilkynnt að Kínverjar væru að kaupa bresku MG-bílaverksmiðjurnar og ætluðu að hefja framleiðslu á hinum þekktu gömlu MG-bílum í Kína.Hvernig sér Runólfur Smári Steingrímsson prófessor þessa þróun fyrir sér?„Ég er ekki í vafa um það að bæði stjórnmálamenn og forsvarsmenn fyrirtækja á Vesturlöndum fylgjast vel með því sem er að gerast í Kína og mörg fyrirtæki eru að fara yfir til Kína til að fá ný tækifæri og nýta sér vinnuafl sem kostar minna. Um leið þá held ég að fyrirtæki á Vesturlöndum séu að svara með öðrum hætti, og þá á ég við að ég tel ekki að þau séu að tapa í samkeppninni, heldur að hún breytist."Kínverja vantar vörumerkiEfnahagsvöxturinn í Kína er ævintýralegur og það á ekki síst við um Shanghai sem gefur vel af sér í þjóðarbúið þar í landi.En hvernig sér Ingjaldur þróunina fyrir sér: „Kínverjar eiga eftir að kaupa mörg vestræn fyrirtæki, og þeir fjárfesta mikið erlendis. Þeir fjármagna fjárlagahalla Bandaríkjanna. Þegar maður horfir á það sem er að gerast, þá er það að verulegu leyti vegna starfsemi erlendra fyrirtækja. Útflutningurinn frá Kína er að verulegu leyti vegna útflutnings dótturfyrirtækja evrópskra og bandarískra fyrirtækja sem hafa ákveðið að flytja sína starfsemi til Kína. Þannig að þau eru að bæta sína samkeppnisstöðu á sínum heimamörkuðum með því að stofna útibú, og nýta sér þá möguleika sem Kína býður upp á. Það er líka athyglisvert að það er offramboð á vel menntuðu fólki í Kína, þannig að þarna er ekki einungis um að ræða aðgang að ódýru ómenntuðu vinnuafli.Þarna er möguleiki á að fá menntað vinnuafl á hagstæðu verði og það er t.d. það sem Össur er að gera í Kína. Þeir eru ekki að leita eftir því ódýrasta heldur að byggja þarna upp hátæknihóp með mjög vel menntuðum Kínverjum sem eiga að vera í fararbroddi fyrir þróun þeirra á næstu árum. Kína er því allt öðruvísi en mörg lönd sem hafa verið að laða til sín erlend fyrirtæki einungis vegna lítils tilkostnaðar," segir Ingjaldur og bætir síðan við:„Kínverjarnir verða að fá vörumerki. Vandi þeirra er að þeir hafa ekki virt höfundarrétt mjög mikils og gert sér grein fyrir því að ef þeir eiga að fá hátt verð fyrir sínar vörur á vestrænum mörkuðum, þá verða þeir að eiga vörumerki. Þeir eru núna þess vegna byrjaðir að kaupa upp vörumerki, þannig að þeirra afurðir „Made in China" eða „Designed in China" eða hvernig sem þeir merkja vörur sínar, séu þannig á markaðnum að neytendur séu tilbúnir að borga hærra verð."
Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira