Mesta stressið búið 31. mars 2007 08:15 Þau eru afar ánægð með að halda sameiginlega fermingarveislu, frændsystkinin Tryggvi Másson, Una Hrefna Pálsdóttir og Kristófer Másson. mynd: Hörður Ellert ólafsson Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu." Fermingar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu."
Fermingar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira