Ég var bara kjúklingur fyrir átta árum 31. mars 2007 10:00 Anna Bryndís Blöndal getur í dag orðið Íslandsmeistari í handbolta með Stjörnunni í þriðja sinn. Anna er eini leikmaður liðsins í dag sem spilaði með meistaraliðinu 1999 en með sigri á Akureyri í dag verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 8 ár. „Það er orðið langt síðan Íslandsbikarinn kom hingað. Það duttu margir út eftir að við unnum 1999 og það tók við endurnýjun sem er að skila sér núna. Þessar ungu stelpur sem hafa verið að koma inn í meistaraflokkinn eru að blómstra núna,“ segir Anna sem hefur engar áhyggjur af því að þær klúðri titlinum úr þessu. „Þetta er komið í mínum huga. Við erum með besta liðið og mestu breiddina og mér hefði fundist það vera skandall ef við hefðum ekki unnið titilinn. Ég er samt mjög ánægð með að við skulum vera að ná honum,“ segir Anna sem segir hinar stelpurnar eiga eftir að kynnast frábærri tilfinningu. „Þegar maður vinnur þá veit maður fyrst hversu sárt það er að tapa,“ segir Anna sem segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst. „Ég var kjúklingur fyrir átta árum og horfði bara á stjörnurnar og fylgdi þeim. Núna er ég meira þessi sem talar og ríf stelpurnar með mér. Þetta hefur snúist við,“ segir Anna. „Yfirleitt spilaði maður 59 mínútur en núna er maður ekki að spila nærri alla leikina. Það er samt mjög gaman og það er ótrúlegt hvað það hefur verið góð samstaða í Stjörnuliðinu miðað við það hvað það eru margir góðir leikmenn að slást um stöður í liðinu,“ segir Anna. Anna var lítið með í fyrra en hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnuliðinu í vetur. „Ég var að útskrifast sem lyfjafræðingur og var að klára lokaritgerðina mína. Maður á tvö börn og heimili og árið á undan var mjög erfitt. Ég ákvað að taka mér frí og einbeita mér að ritgerðinni og útskrifast. Ég held að ég hefði bara brunnið út ef að ég hefði reynt að spila síðasta vetur,“ segir Anna sem er í skýjunum með veturinn. „Við erum búnar að standa okkur frábærlega í vetur og stóðumst þá pressu sem var sett á okkur. Sú sem tekur vítin skorar náttúrlega mest en að öðru leyti eru allir að skora 3 til 4 mörk í leik og þetta er að dreifast rosalega vel á hópinn,“ segir Anna sem sjálf hefur skorað 3,2 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Anna Bryndís Blöndal getur í dag orðið Íslandsmeistari í handbolta með Stjörnunni í þriðja sinn. Anna er eini leikmaður liðsins í dag sem spilaði með meistaraliðinu 1999 en með sigri á Akureyri í dag verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 8 ár. „Það er orðið langt síðan Íslandsbikarinn kom hingað. Það duttu margir út eftir að við unnum 1999 og það tók við endurnýjun sem er að skila sér núna. Þessar ungu stelpur sem hafa verið að koma inn í meistaraflokkinn eru að blómstra núna,“ segir Anna sem hefur engar áhyggjur af því að þær klúðri titlinum úr þessu. „Þetta er komið í mínum huga. Við erum með besta liðið og mestu breiddina og mér hefði fundist það vera skandall ef við hefðum ekki unnið titilinn. Ég er samt mjög ánægð með að við skulum vera að ná honum,“ segir Anna sem segir hinar stelpurnar eiga eftir að kynnast frábærri tilfinningu. „Þegar maður vinnur þá veit maður fyrst hversu sárt það er að tapa,“ segir Anna sem segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst. „Ég var kjúklingur fyrir átta árum og horfði bara á stjörnurnar og fylgdi þeim. Núna er ég meira þessi sem talar og ríf stelpurnar með mér. Þetta hefur snúist við,“ segir Anna. „Yfirleitt spilaði maður 59 mínútur en núna er maður ekki að spila nærri alla leikina. Það er samt mjög gaman og það er ótrúlegt hvað það hefur verið góð samstaða í Stjörnuliðinu miðað við það hvað það eru margir góðir leikmenn að slást um stöður í liðinu,“ segir Anna. Anna var lítið með í fyrra en hefur verið í stóru hlutverki hjá Stjörnuliðinu í vetur. „Ég var að útskrifast sem lyfjafræðingur og var að klára lokaritgerðina mína. Maður á tvö börn og heimili og árið á undan var mjög erfitt. Ég ákvað að taka mér frí og einbeita mér að ritgerðinni og útskrifast. Ég held að ég hefði bara brunnið út ef að ég hefði reynt að spila síðasta vetur,“ segir Anna sem er í skýjunum með veturinn. „Við erum búnar að standa okkur frábærlega í vetur og stóðumst þá pressu sem var sett á okkur. Sú sem tekur vítin skorar náttúrlega mest en að öðru leyti eru allir að skora 3 til 4 mörk í leik og þetta er að dreifast rosalega vel á hópinn,“ segir Anna sem sjálf hefur skorað 3,2 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira