Spá 4,3% verðbólgu 2. maí 2007 00:01 Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira