Pálína farin í Keflavík 26. maí 2007 11:00 Pálína Gunnlaugsdóttir hefur verið ein af lykilmönnunum á bak við sigurgöngu Haukanna. Hér er hún í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík í vetur. MYND/Vilhelm „Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Þetta er mjög stór ákvörðun og auðvitað er mjög erfitt að fara frá Haukum. Ég er alls ekki búin að afskrifa Hauka en mér langaði til að breyta til,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, 20 ára bakvörður og varafyrirliði Íslands- og bikarmeistara Hauka. Pálína hefur verið kosin besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna undanfarin þrjú tímabil og var með 9,3 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Pálína hefur ákveðið að skipta yfir til Keflavíkur og er búin að semja til eins árs. Íslands- og bikarmeistarar Hauka hafa þar með misst báða fyrirliða sína því Helena Sverrisdóttir er á leiðinni í nám í Bandaríkjunum. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, var himinlifandi yfir komu Pálínu. „Að mínu mati var Pálína hjartað í Haukaliðinu þótt að Helena hafi klárlega verið besti leikmaðurinn. Þú býrð það ekki til því þetta er bara meðfæddur hæfileiki. Hún er frábær í körfu og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur að vera búin að fá hana,” sagði Jón Halldór í gær. Pálína segir Hauka hafa vitað af því að hún hafi verið að tala við Keflavík. „Keflavíkingar töluðu við mig og boðuðu mig á fund og mér leist mjög vel á þetta hjá þeim,” segir Pálína sem er ekki búin að ákveða hvort hún flytji til Keflavíkur eða keyri brautina á næsta vetri. Markmiðin fyrir næsta tímabil eru hinsvegar klár. „Ég ætla að vinna aftur fimmfalt,” segir Pálína ákveðin en hún vann einmitt alla fimm titlana í boði með Haukum síðasta vetur og hefur alls unnið tuttugu Íslands- og bikarmeistaratitla í öllum flokkum með Haukum síðustu sex ár. Pálína segir ekkert erfitt að fara að spila við hliðina á stelpum sem hún hefur barist svo hart við undanfarna vetur. „Ég á góðar vinkonur í Keflavík þrátt fyrir að þær hafi verið erkifjendurnir inn á vellinum síðustu árin. Ég hef kynnst þeim vel með landsliðinu og er mjög spennt með að spila með þeim,“ segir Pálína. „Við missum Maríu Ben og það þurfti að finna sterkan póst í staðin. Við lentum í meiðslum og vandræðum síðasta vetur og Pálína hefði hjálpað okkur mikið þá. Hún var ekki þá en nú erum við búin að stækka hópinn og styrkja hann töluvert. Þetta var vonandi skrefið sem þurfti að taka til þess að gera Keflavík aftur að stórveldi í kvennakörfunni,“ sagði Jón Halldór.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira