Enn af Kína...
Nýr samningur milli Fjármála-eftirlitsins íslenska og bankaeftirlitsins kínverska tekur bæði til starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja í Kína og kínverskra fjármálafyrirtækja á Íslandi. Miðað við útrásargleðina sem ríkir hér er ólíklegt að opnun Glitnis á skrifstofu í Kína verði eina skref íslensku bankanna inn á þennan risamarkað. Kínverjar eiga samt miklu stærri, voldugri og alþjóðlegri banka en Íslendingar. Einhvern veginn virðist samt ólíklegt að þeir muni líta hingað til lands eftir nýjum tækifærum.