Margur hagfræðinördinn hefur að öllum líkindum átt bágt með svefn í nótt fyrir spenningi. Hagstofa Íslands birtir nefnilega bráðabirgðatölur sínar fyrir landsframleiðslu á fyrsta fjórðungi þessa árs í dag. Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að landsframleiðslan hafi vaxið í kringum tíu prósent að raunvirði frá sama fjórðungi í fyrra.
Það megi að langmestum hluta til leiða til mikils vaxtar í útflutningi á vöru og þjónustu. Gaman verður að sjá hvort tölurnar sem Hagstofa Íslands dregur upp úr hattinum í dag ríma við þá spá.