Vaxtaumræðan tekur oft á sig furðulegustu myndir. DV lét Kristján Gunnarsson, formann Starfsgreinasambandins, mala um okurvexti bankanna og lágt viðskiptasiðferði þar sem viðskiptabankarnir nauðbeygi fólk til að taka yfirdráttarlán. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru allir sem þurfa að greiða háa vexti í þessu landi hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtækin stór og smá.
Stýrivextir Seðlabankans eru yfir 14 prósent og dráttarvextir 25 prósent. Það er eins svo að formaðurinn álíti að fólk hafi ekkert val um það hvort það eyði um efni fram eða ekki. Hvernig væri nú að verkalýðsforkólfar kenndu fólki að líta í eiginn barm og ráðleggðu því að spara þar sem nú fást 14 prósent vextir á peningamarkaðsreikningum. Nú í góðærinu er rétti tíminn til að snúa vörn í sókn og hefna sín á bönkunum.
Vill á sig blómum bætaSkoski auðkýfingurinn Tom Hunter, Baugur, breski fjárfestirinn Kevin Stanford, sem fer með hlut í breska fjárfestingafélaginu Unity Investments í félagi við Baug og FL Group, Kaupþing og Bank of Scotland hafa minnkað við sig í bresku gripið- og greitt keðjunni Booker. Söluandvirðið nemur 29,6 milljónum punda, jafnvirði 3,7 milljörðum króna og ætla fjárfestarnir að nýta fjármagnið til að hindra yfirtöku bresku stórmarkaðakeðjunnar Tesco á skosku garðvörukeðjunni Dobbies, að sögn breska viðskiptablaðsins Financial Times. Hunter, sem á garðvöruverslanirnar Wyevale Garden Centres og Blooms of Bressingham í félagi við Baug, átti tæpan 10 prósenta hlut í Dobbies í síðustu viku en bætti við sig í vikunni og situr nú á rétt rúmum fimmtungi hlutabréfa.