Samstarf sem allir hagnast á 27. júní 2007 03:15 Samningur Alþjóðahússins við Landsbankann hljóðar upp á tíu milljónir króna. Það er nóg til að tryggja rekstur Alþjóðahússins út árið 2007. Samningurinn tekur auk þess til samstarfs á hinum ýmsu sviðum. Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!" Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. Meðal þess sem samstarfið felur í sér er að innflytjendum mun bjóðast ókeypis íslenskukennsla á sérstökum námskeiðum hjá Landsbankanum. Þar verður fræðslu um fjármál og íslensku fléttað saman. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þessa blöndu spennandi kost fyrir innflytjendur. „Landsbankinn hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á fjármálanámskeið. Til að hafa forsendur til að fara á slíkt námskeið þarf þó að kunna svolitla íslensku. Við munum aðstoða Landsbankann við að breyta námsefninu og gera það aðgengilegra svo hægt sé að kenna það þeim sem kunna takmarkaða íslensku." Hann segir að námskeiðin verði opin öllum innflytjendum, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Bankinn muni þó augljóslega miða sitt markaðsstarf við sína viðskiptavini. Í samstarfinu felst einnig að starfsmenn Landsbankans sem starfa í framlínunni munu fá fræðslu frá Alþjóðahúsinu um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. „Þetta vonumst við til að hafi jákvæð áhrif á viðmót starfsmanna," segir Einar. Á dagskrá Alþjóðahússins í sumar er einnig að leiðbeina knattspyrnuþjálfurum yngri flokka í menningarfærni. Starfsmenn Alþjóðahússins munu leiðbeina þjálfurum hvernig best er að þjálfa börn af ólíkum uppruna, meðal annars svo þeir geri sér grein fyrir ólíkri félagslegri stöðu barnanna. „Við höfum það sérstaklega í huga að hafa fyrirbyggjandi áhrif. Þjálfarar þyrftu að vita hvað gæti verið að hrærast í hugum þessara barna. Á hvaða hátt þeirra reynsluheimur gæti verið ólíkur því sem sem gerist í hugum barna sem alin eru upp á Íslandi." Landsbankinn mun styðja við þessi námskeið. Þá mun hann einnig gerast sérstakur bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins sem veitt er árlega. Hún verður því hér eftir nefnd eftir Thor Jensen. Viðurkenningin er þríþætt. Hún er veitt til stofnunar, félags eða fyrirtækis, einstaklings af innlendum uppruna sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna innflytjenda og loks til innflytjanda sem hefur lagt mikið af mörkum til málefna samfélagsins. Alþjóðahúsið er einkahlutafélag. Fjögur sveitarfélög hafa þjónustusamning við Alþjóðahúsið: Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Kópavogur og Seltjarnarnes. Í fyrra skar Reykjavíkurborg sín framlög til Alþjóðahússins niður um tíu milljónir króna fyrir árið 2007. Styrkur Landsbankans nemur einmitt þeirri upphæð. Það segir Einar ekki hafa verið með beinum vilja gert. „Þetta er bara skemmtileg tilviljun!"
Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira