Íslensku félögin bera af Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar 1. ágúst 2007 03:30 Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum. Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum.
Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira