Valskonur flugu á toppinn 19. ágúst 2007 00:01 Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir skorar hér úr vítaspyrnu, eitt af sex mörkum sínum í gær. MYND/Hilmar Bragi Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira