Og enn um litlu fjárfestana því ekki þarf nema örlitla þekkingu á hlutabréfaviðskiptum til að sjá að stórhættulegt er að eyða hugsanlegum framtíðarhagnaði af hlutabréfadílum langt fram í tímann. Litlu fjárfestarnir sem komu ferskir inn á hlutabréfamarkað í niðursveiflunni geta hins vegar huggað sig við að bregði til beggja vona í hagnaðartökunni þá eigi þeir víst sæti á hluthafafundum.
Þar þurfa þeir ekki nema eina litla smáköku til að taka inn hagnað af hlut sínum miðað við hlut stórlaxanna. Stóru hluthafarnir þurfa á móti að innbyrða ansi margar smákökur til þess eins að ná upp í eignarhlut sinn.