Lesið í garnir markaðar 5. september 2007 00:01 Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira